Jazzblaðið - 01.04.1948, Blaðsíða 6
Þórir Jónsson á altó-sax og fiðlu, Jóhannes
Eggertsson trommur, Páll Dalman á tromp-
et. Páll var Vestur-lslendingur.
Af framanskráðu má sjá að útlend-
ingar voru í miklum meirihluta meðal
hljóðfæraleikara hér á árunum 1930—40.
Stafaði það mikið af því, að almenn-
ingsálitið hér var þannig að flestir héldu
að Islendingar gætu ekki iært að leika á
hljóðfæri. En sem betur fór tókst þeim ís-
lenzku ldjóðfæraleikurum, sem störfuðu á
þessum árum, að sannfæra almenning um
að þeir gátu lært að leika á hljóðfæri eins
vel og útlendingar, enda hefur veldi þeirra,
útlendinganna, stöðugt farið minnkandi hér,
svo að nú má orðið telja þá, sem leika
hér dansmúsik, á fingrum annarrar hand-
ar. „En samt sem áður“, segir Sveinn,
„verða íslenzkir hljóðfæraleikarar að standa
vel á verði gagnvart erlendum hljóðfæra-
leikurum, því sjaldan eða aldrei hafa jafn
margir sóttst eftir að komast hingað og
núna“.
Árið 1938 fór Sveinn ásamt Vilhjálmi
Guðjónssyni til Danmerkur. Höfðu þeir
aurað saman nokkra fjárupphæð og ákváðu
þeir að betra væri að skoða sig um í Dan-
mörku, heldur en að láta híruna liggja
hér óhreifða í banka. Dvöldust þeir fyrst
í Kaupmannahöfn í 2—3 mánuði og sáu allt
það markverðasta þar. En þá fór pyngjan
að léttast nokkuð mikið, svo að þeir útveg-
uðu sér vinnu. Réðu þeir sig til Anker
Paulsen, hljómsveitarstjóra og fyrrverandi
Danmerkurmeistara í boxi, í Randes á Jót-
landi.
Spiluðu þeir í rúma tvo mánuði á bað-
ströndinni í Randes, en héldu að því búnu
heim til íslands. Árið 1946 fór Sveinn aftur
til Danmerkur til að fullkomna sig á viola,
og dvaldist þar í átta mánuði. Kennari hans
var Gunnar Fredriksen, þekktasti danski
violistinn.
Sveinn hefur leikið klassiska músik jafn-
hliða dansmúsikinni og hefur það sæti, sem
hann hefur skipað þar, jafnan þótt vel skip-
að. Hann hefur leikið í útvarpshljómsveit-
inni í átta ár. í hinni nýju Symfóníuhljóm-
sveit Reykjavíkur leikur Sveinn 1. viola,
enda er hann án efa bezti íslenzki violistinn.
Er ég spurði Svein um álit hans á ís-
lenzkum jazz-hljóðfæraleikurum, sagði
hann: „Að mínu áliti eru íslenzkir jazz-
hljóðfæraleikarar alveg sambærilegir við
hljóðfæraleikara á Noi'ðurlöndum. Liggur
það mest í því, að íslendingar hafa mikið
næmi fyrir rhythma, t. d. eigum við marga
mjög góða trommuleikara. Aftur á móti á
hin erfiðu hljóðfæri, þ. e. a. s. þau hljóð-
færi, sem stöðugt þarf að æfa sig á, skortir
okkur nokkuð teknik, sem stafar af því, að
við æfum ekki nóg. Mér finnst íslenzkir
hljóðfæraleikarar hafa mikinn skilning á
jazz og tóngáfu skortir þá ekki, aðeins
æfingu“.
Sveijm hefur mjög gaman af að hlusta
á plötur. Af tenórsaxafónleikurum finnst
lionum þeir Coleman Hawkins, Chu Berry
og Ben Webster beztir og Johnny Hodges
beztui- af altó-sax leikurunum.
Sveinn er mjög vinsæll og nýtur mikils
álits meðal hljóðfæraleikara. Sýnir það bezt
hve mikið traust þeir bera til hans, er hon-
um var falið að koma upp og stjórna hinni
stóru hljómsveit F. I. H., er kom í fyrsta
sinn, og vonandi ekki í það síðasta, fram
fyrir nokkrum vikum hér í Reykjavík við
ágætar undirtektir áheyrenda.
6 ^azzUafiÍ