Jazzblaðið - 01.04.1948, Blaðsíða 18

Jazzblaðið - 01.04.1948, Blaðsíða 18
samt sem áður, það þyrlaði upp ægilegu ryki, og enginn gat séð, að gólfið hefði nokkurn tíma verið sópað. Hann vann þarna sem sagt við og við. Gandi sagði honum upp starfinu allreglu- lega, en réði hann aftur til sín næstum eins reglulega, af því að Smók var hér um bil alltaf að flækjast þar nærri, og Gandi kom alltaf auga á\hann, þegar hann þurfti á einhverri hjálp að 'halda. Hann var meira að segja búinn að fá persónulegan áhuga fyrir honum. Hann reyndi oftar en einu sinni að kenna honum að sópa þannig, að gagn mætti telja, eftir gólfinu heldur sóp- urinn alltaf í sömu áttina þannig, að ef maður heldur áfram eftir endilöngum saln- um og sópar sífellt í þá átt eingöngu, ætti maður að hafa fyrir framan sig álitlega hrúgu af því sem maður ætlaði sér að sópa, þetta er ósköp einfallt, reyndu það. Og Smók lét ekki segja sér tvisvar að reyna það og Gandi stóð fast við hliðina á honum og taldi, eins og þjálfari, högg, liögg, högg, áfram, áfram, áfram, nei, djöfullinn hafi það, ekki afturábak. Dragðu sópinn til baka aðeins gegnum loftið, svo að þú sópir ekki ruslinu í öfuga átt, eins og ég sagði þér, asninn þinn. Áfram, allt- af áfram, já, einmitt svona. En í sömu svipan og Gandi varð að skreppa frá til að afgreiða vindil eða brjóstsykur, var Smók í sama andófið af allri einlægni hins ósveigjanlega og óspillta listamanns. Þegar Rikki var kominn til Ganda, fékk Smók strax veður af því, eins og með eðlis- hvöt áttavitans, hvar jarðvegurinn var, og nú fór hann að sópa nærri eingöngu aftan við gangana, þar sem þess þurfti varla með. Og þarna var það sem sá svarti kenndi hinum hvíta rhytma, og þó ekki eftir neinni kennisetningu, heldur með dæmum. „Hlustaðu nú“, var hann vanur að segja áður en hann byrjaði á nýju lagi. „Og hvað segirðu mér um þetta?" Hann birgði Rikka upp með dæmum, og áður en varði, var Rikki farinn að gleypa í sig erfiðustu at- riðin. Frh. 52. STRÆTI Frh. af bls.9. í algleymi við tækifæri, sem — miðað við eðli tónlistar þeirra -—- eru allt að því hlægileg, er þess vert að hugleiða. Albert Ammons gekk út á sviðið í Carnegie Hall eins og hann væri að ganga inn í kunn- ingjahóp í suðurhverfinu í Chicago og lék eins og' hann væri að leika fyrir þá. Eini munurinn var sá, að nú notar hann Stein- way hljómleikaflygil í staðinn fyrir gamla pianóið sitt, sem hann hefði frekar kosið, því að það var auðveldara. Ég geri ráð fyrir því, að eins lengi og til er Boogie Woogie og einhver fæst til að leika það á píanó, muni finnast fólk svo þúsundum skiptir, sem er þess fúst að setjast og hlusta. En það er afleitt, að fólk hnýsist ekki nógu mikið niður i músíkina til þess að geta ratað að listinni, og átt þannig hlutdeild í henni. Eitt er víst um Fimmtugasta og' annað stræti, að þar er allsendis ómögulegt að finna siðbætandi andrúmsloft. Ef þangað kæmi fólk, sem áhuga hefði fyrir jazz sem menningarfyrirbæri, eða hefir þá spurn- ingu fram að færa, hvort „swing hefði þjóðfélagslega þýðingu," mundu fara í geitarhús að leita ullar, því að þar er eng- inn móralskur mælikvarði og sífellt er malað og músíkin heldur áfram, léleg, góð og hvorttveggja. Músík þessi átti við and- streymi að stríða við Strætið, lengi framan af. Og eitt er áreiðanlegt, að þegar bezt lætur, gefur Fimmtugasta og annað stræti þeim snobburum ekki undir fótinn, sem koma til að hlusta á jazz til að seðja hé- gómagirnd sína — og er það meira en unnt er að segja um ýmsa staði. MYNDIN á bls. 15, er af hinum kunna hljómsveitarstj. og trombónleikara Tommy Dorsey. 18

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.