Jazzblaðið - 01.03.1950, Blaðsíða 18

Jazzblaðið - 01.03.1950, Blaðsíða 18
mundi hann vafalaust ná jaíngóðum ár- angri. Hann hefur dansmúsík til sölu, kryddaða með glamri og fyndni. Kay Kyser er verzlunarmaður. Hann er ekki listamaður og ætlast ekki til að* vera talinn slíkur. Jazzofstækismenn, sem vilja gera lít- ið úr dansmúsík Kysers, Lomhardos, McCoys og Kayes, gera ekki mikið úr áhrifum jazzins. Músík Kysers er miklu betri nú en hún var fyrir fimm árum. Fylgjendur Sammy Kayes þröngvuðu honum 1945 til að krydda sína daufu músík með einhverju af eftirstríðs- jazzinum. Margir aðrir yfirgáfu Lom- bardo-stílinn og settu „swing“ í staðinn. Meira að segja Lombardo réði til sín annan trompetleikara! Þá er ekki rétt að ganga fram hjá þeim hundruðum hljómsveita, sem leika í útvarpsstöðvum og kvikmyndum. Tón- skáldið Duke Ellington, hinn óskeikuli einleikari Benny Goodman og hinn ná- kvæmi rytmahöfundur Earl Hines eru allir afsprengi hins hreina og ósvikna jazz og eru að leggja farveginn fyrir dansmúsik framtíðarinnar. Jazzinum vex máttur með ári hverju, þroskast með aldrinum. Og áhrif hans á tónlist um heim allan eru engan veginn ofmetinn. Eyra leikmannsins verður næmara. Og rétt eins og því fólki fjölgar, sem yndi hefur af að hlusta á symfóníu í út- varpi nú, samanborið við það sem var fyrir áratugi, fer og þeim leikmönnum fjölgandi, sem læra að gera skil á góðri og lélegri almenningsmúsík. Framtíðin mun líta hýrum augum til skapandi listamanna og meta það meira að vera en sýnast. Auðveldara mun verða fyrir slíka menn sem Ellington að vinna hylli. Þeir, sem gera sér ,,músík-,,brellur“ að verzlunarvöru, munu finna sífellt færri viðskiptavini. Því er ekki að neita, að dansmúsik hefur reynzt vera arðsamari en jazz- músík. Fyrir ungum tónlistarmönnum hefur dollarinn verið afl hlutanna oft- ast nær. En það ætti að sannast engu að síður, að jazztónlistarmaðurinn muni frekar lifa spart og leika fyrir minni og vandlátari áheyrendahóp, en að raka saman peningum með því að hafa i frammi músík-brellur, sem krefjast engrar músíkhæfni. Allir hljóta að geta skrumskælt sig og dúllað í hljóðnema. Þetta er mergurinn málsins: Jazz- maðurinn byggir allt á tónlistinni einni saman. Danshljómsveitarmaðurinn gríp- ur til skringilegra og oft ómúsíkalskra vopna til þess að draga að sér athygli fjöldans. Thomas (Fats) Waller var eitt af hin- um fágætustu fyrirbrigðum, yfirburða- tónlistarmaður og skopleikari í senn, vann hylli fólksins, en vék aldrei frá list sinni. Svo mörg eru þau orð — um dans- músíkina. Hún er ekki eins náskyld jazz- inum eins og við höldum og of margir klassískir tónlistarmenn og gagnrýnend- ur vilja vera láta. „Ragtime11 var hugtak, eins og ,,swing“, sem um mörg ár var notað af misskilningi til að lýsa jazzi. „Dixie- land“ og „blues“ eru enn önnur, sem einskonar undirtitlar við jazz yfirleitt, en eru nánast sagt tegundir af jazz, álíka og ,,boogie-woogie“ er ein grein af þess- ari list. „Ragtime" var líklega fyrsta hugtak- ið, sem notað var um jazz, og átti þá við sérstakan stíl, þar sem ásláttur 18

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.