Jazzblaðið - 01.03.1950, Síða 17

Jazzblaðið - 01.03.1950, Síða 17
Jaxz ntf (laiisiinisík £/ti, ^baue Ibexter Jazzinn hefur víða ratað frá því að hann spratt upp í New Orleans og þar í grennd fyrir hálfri öld. Vinnuhljóö negranna (spirituals) settu svip á jazz- inn í fyrstunni. Síðan hefur hann þróazt. ýmist hikandi og óvitandi eða hratt og vitandi, og lifað glæsileg tímabil. Og þó er liann enn jafnæsandi og hvetjandi og þróttmikill og hann var í bernsku. En fyrir aðeins fáum árum opnuðust eyru Bandarikjamanna fyrir þess- ari þjóðlegu tónlist. Það er ótrúlegt en satt, að enn njóta skapendur hans og túlkendur nauðalítillar viðurkenningar á við það sem þeim ber. I Englandi, Frakklandi, Hollandi og mörgum lönd- um öðrum hefur árum saman farið sí- vaxandi aðdáendahópar, sem eru miklu betur vakandi fyrir þrcun ameríska jazzins en allur fjöldinn er í heima- landinu sjálfu. Því er tímabært að gera sér þetta ljóst: Hvað er jazz? Ýms hugtök hafa verið notuð um mörg ár til þess að útskýra tónlist þessa. Varla var með nokkurri vissu talað um hana sem ,,jass“ fyr en eftir að Heims- styrjöldin fyrri hófst, og eftir 1930, þegar hún tók allmiklum breytingum og bætti við sig miljónum fylgismanna, var talað um hana sem ,,swing“ músík. Jafnvel enn er hugtakið ,,swing“ iðu- lega notað um hinn upprunalega jazz. Þó kastar fyrst tólfunum, þegar hann er enn einu sinni skírður upp og kallaö- ur dansmúsík, og er þá reyndar ruglað saman við alls konar létta músík, sem leikin er af amerískum danshljómsveit- um i útvarpi, á grammófónplötum, í danshúsum og næturklúbbum. Bandaríkjamenn eru 139 milljónir í 48 ríkjum. Varla einn af hverju hundr- aði þessa önnum hlaðna mannf jölda ger- ir sér réttan greinarmun á hugtökunum jazz og dansmúsík. Fólk flest álítur, að Sammy Kaye og Guy Lombardo stjórni jazzhljómsveitum. Meira að segja „kon- sertarnir", sem Paul Whiteman og Fred Waring halda eru taldir heyra undir jazz. Jazzmenn vita betur. Svo að segja allar amerísku hljóm- sveitirnar með „stóru nöfnin“ leika ein- falda dansmúsík. Hver einstök hefur sína eigin músík-brellu til að auökenna hljómsveifarstjórann með. Kay Kayser náði frægð sinni sem hljómsveitarstjóri og skopleikari í einni persónu. Hann lét einsöngvara syngja upphafið að hverju lagi og kryddaði svo allt með snarbrellum sínum og bröndurum úr heimahögum. Þetta nægði til að tryggja hljómsveitinni milljón dollara í tekjur á ári. Og samt telur fjöldi Ameríkumanna, að Kyser leiki jazz. Kyser er ekki jazzmaður. Hann er leikari. Hann er jafnframt slunginn kaupmaður. En hann gerir engar kröf- ur til jazzfrægðar. Hann hefur nóg af skemmtun til sölu og skortir aldrei við- skiptavini. Ef hann ræki skóverzlun, JUZ/UJ 17

x

Jazzblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.