Jazzblaðið - 01.03.1952, Qupperneq 7

Jazzblaðið - 01.03.1952, Qupperneq 7
ERROLL GARAIER <fc\^VSCrC VINSÆLASTI jazzleikari síðai’i ára er áreiðanlega píanóleikarinn Erroll Garner. Frá því að hann tók fyrst að vekja athygli í Slam Stewart tríóinu fyrir tæpum sjö árum hefur honum mikið farið fram og er nú svo komið, að hann er vinsælasti einleiks jazz píanó- leikari Bandaríkjanna og hefur reyndar um leið vakið heimsathygli. Greinar hafa birzt um hann í flestum löndum heims, ekki aðeins í músikblöðum, held- ur og frægum tímaritum og dagblöðum eins og hinu víðlesna vikublaði Times og hér heima í hinu umdeilda og jafnframt útbreidda Mánudagsblaði (sú grein var reyndar þýdd úr ei'lendu blaði). Garner hefur lítið verið kynntur jazz- áhugamönnum hér utan lítillar greinar í þessu blaði fyrir alllöngu og plötur hafa fáar borizt hingað, sennilega ekki nema ein, þ. e. a. s. „Honeysuckle rose“ og nú alveg nýlega nokkrar vinsælustu plöt- ur hans. — Honeysuckle rose, leikið af Garner er ein þekktasta plata hans. Leikur hans þar er óvið- jafnanlega tekniskur — en um leið mjög einfaldur. Garner er nefnilega ekki Be-bop jazz- leikari, þó að hann tilheyri síðari tíma jazzleikurum. Hann er eins konar swing- leikari, sem leikur af mikilli tækni, reyndar með nokkuð af nútíma hug- myndum — en, og hér er það sem skilur hann frá öðrum nýrri píanóleikurum — hugmyndir hans eru allar „oi’ginal“ — sjálfstæðar. Hann hefur leikið inn á fleiri plötur undanfarin þrjú eða fjögur ár en allir jazzpíanóleikarar til samans. Og ekki hefur hann leikið inn hjá sama plötu- fyrirtækinu — hann hefur leikið inn hjá tæplega fjörutíu plötufyrirtækjum, svo að erfitt hefur reynzt fyrir plötu- safnara að fylgjast með öllu, sem hann hefur gert. Fyi’ir nokkru gerði hann þó samning við Columbia og mun ^azzífcfíií 7

x

Jazzblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.