Jazzblaðið - 01.03.1952, Qupperneq 8

Jazzblaðið - 01.03.1952, Qupperneq 8
Kviktnyndir: MARGAR SKEMMTfLEGAR MÖSIKHYNDIR en lítill jazz Kvikmyndahús bæjarins sýndu flest- öll músíkmyndir um jólin eins og reynd- ar oftast um stórhátíðir. — Gamla bíó sýndi hina skemmtilegu mynd „Anna, skjóttu nú“, sem gerð er eftir hinum fræga söngleik „Annie get your gun“. Bettie Hutton var í aðalhlutverki og stóð sig fádæma vel, einkum var leikur hennar í fyrri hluta myndarinnar af- burðagóður. Mörg ágæt lög voru í mynd- inni m. a. „They say tjiat falling in love is wonderful", sem nokkuð er þekkt hér og svo vals, er ber nafnið „The girl that I marry“. Hann er svo til óþekktur hér, en engu að síður fyrirtaks lag. — Músikin í myndinni er öll eftir Irving Berlin. hann aðeins leika inn fyrir þá næstu árin. Aðallega hefur hann Ieikið inn með bassa og trommum. Eins hefur hann náttúrlega mikið leikið inn á plöt- ur einn og einnig hefur hann leikið inn með aðstoð strengjahljóðfæra eins og Charlie Parker og Dizzy Gillespie gerðu á sínum tíma. Hann hefur lítið gert af því í seinni tíð, að leika inn með litlum hljómsveitum. Erroll Garner fæddist í Pittsburg hinn 15. júní 1921. Hann lærði ungur að leika á píanó og naut fyrst og fremst tilsagnar föður síns, sem var píanóleik- ari. Þó merkilegt megi heita, þá lærði Erroll aldrei að leika eftir nótum. En það virðist ekki koma að sök, í það minnsta hefur hann ekki sem verstar Tjarnarbíó sýndi „Jolson syngur á ný“, sem er framhald af fyrri Jolson- myndinni, sem náði mikilli frægð. — Larry Parks var í aðalhlutverki í síðari myndinni sem hinni fyrri og gerði þessu mjög svo vandasama hlutverki góð skil. Myndin var skemmtileg og mikil músik í henni — og þar með tilganginum náð. Stjörnubíó sýndi mynd með ritu Hay- worth í aðalhlutverkinu og lék Larry Parks á móti henni. Myndin bar nafnið „Skýjadísin". Efnið var ekki neitt, leik- urinn enginn, músikin engin og tíu mín- útna hléið stóð í tólf mínútur. Austurbæjarbíó var, að mig minnir, einnig með músikmynd. Ég sá hana ekki tekjur. Hann þénaði um eitt hundrað þúsund dollara síðastliðið ár. Hann fór að leika með hljómsveitum í Pittsburgh 16 ára gamall og var þar allt þangað til hann fór til New York árið 1944. Byrjaði hann þá strax að leika í klúbbum í 52. stræti, m. a. með Slam Stewart tríóinu eins og fyrr hef- ur verið greint og síðar í eigin tríói. Hefur hann að mestu leikið sjálfstætt síðan. Ég geri ráð fyrir að íslenzkir jazz- unnendur eigi eftir að heyra meira til hins smávaxna píanóleikara frá Pitts- burgh í framtíðinni og er ég þess full- viss að hann mun hrífa hugi þeirra um leið og hann leiðir þá um nýja og áður ókunna stigu hins ótæmandi listfyrir- brigðis — jazzpíanóleiksins. 8 ^azzltaíiÍ

x

Jazzblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.