Jazzblaðið - 01.03.1952, Page 13

Jazzblaðið - 01.03.1952, Page 13
GUNNAR ORMSLEV KOSINN VINSÆLASTI JAZZLEIKARI ÍSLANDS 1951 Þrátt fyrir breytingu á fyrirkomulagi kosninganna að þessu sinni frá því, sem áður hefur verið, hefur þátttakan engu að síður verið svipuð og áður. Flestir þeirra, er rétt höfðu til kosningaseðilsins tóku þátt í kosning- unum. Urslitin urðu sem hér segir: 1. Gunnar Orm- slev, hlaut 31% yreiddra atkvæða. 2. Jón Sigurðs- son (bassi), hlaut 19% greiddra at- lcvæða. 3. Björn R. Ein- arsson hlaut 18% greiddra atlcvæða. b. Árni Elfar, hlaut 17% greiöAra atkvæða. Aðrir hlutu sam- tals 15% greiddra atkvæða, en enginn þeirra nálgaðist þá fjóra, sem fremstir urðu. Þeir eru í sér- flokki. Það, að Gunnar Oi'mslev varð fremstur, kemur fáum á óvart, er eitthvað hafa fylgzt með leik Gunnars undanfarið. Ilann er tvímæla- laust bezti jazzleikarinn hér á landi og sem betur fer hafa jazzáhugamenn látið það fara saman að kjósa þann bezta, hinn vinsælasta. En eins og kunnugt er, fer það ekki alltaf saman. — Þeir Jón, Björn og Árni eru nokkuð svipaðir að atkvæðamagni eins og sjá má. Allt eru þetta fyrirtaks jazzleikarar og má varla á milli sjá hvort einn er betri en ann- ar. Jón er þó aðeins á undan, sem hann getur að líkindum þakkað dugnaði sín- um að koma eins oft fram og hann gerir a jam-sessionum og annars staðar, þar sem eitthvað er á seiði viðvíkjandi jazzinum. Hafi hann kæra þökk og að- dáun fyrir. Svo að aftur sé snúið að sigurveg- aranum í þessum kosningum, Gunnari Ormslev, þá hefur verið verulega gam- an að fylgjast með þeim breytingum, er hafa orðið á leik hans frá því að Lee Konitz lék hér í byrjun desember. — Gunnar hefur eng- an veginn stælt Konitz, en hann hefur reynt að setja sig inn í stíl hans og ann- ara „moderne“ saxófónleikara og hefur still Gunnars breytzt til stórra muna. Með sama áframhaldi mun Gunnar von bráðar verða einn hinna „stóru“. flazzlUií 13

x

Jazzblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.