Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.11.1938, Síða 2
Tímarit Tónli starf élagsins
í viðunanlegra horf og freista að búa betur að íslenzkum
tónlistamönnum en verið hefir. Það er óviðunandi menn-
ingarástand, að listamennirnir verði að flýja sitt eigið land,
einmitt þegar þeir hafa aflað sér menntunar til þess að
geta flutt þjóðinni óbjagaðan boðskap hinnar æðstu listar.
Þótt ótrúlegt sé, þá á heilbrigð og fullkomin list víðast
erfitt uppdráttar og þá er varla við því að búast, að það
reynist létt að hafa fjólbreytt tónlistalíf i okkar litla bæ.
Til þess að forða mestu andans mönnum stórþjóðanna frá
því, að verða að krjúpa að fótskör auglýsingavaldsins til
þess að afla sér daglegs brauðs, og koma í veg fyrir að
söngjeikahús og hljómleikasalir verði gerð að kvikmynda-
húsum eða spila- og danssölum, hafa áhugamenn víða
hlaupið undir baggann. Við óbreyttu liðsmennirnir, áheyr-
endurnir, verðum að láta okkur skiljast, að við eigum að
ráða listamennina til þess að leika eða syngja fyrir okkur,
en þeir eiga ekki að þurfa að auglýsa eftir áheyrendum.
Þegar Tónlistarfélagið sendi út síðastliðið sumar tilmæli
sín um stuðning tónlistarvina bæjarins, var því svo vel
tekið að húsrúm það, sem félagið átti kost á, varð full-
skipað styrktarmönnum þegar á fyrsta hljómleik og fyrir
annan hljómleik voru komnir 50—60 á biðlista, sem verða
látnir sitja fyrir, er nýtt starfsár hefst, í stað þeirra, sem
falla úr vegna fjarveru úr bænum, eða af öðrum orsökum.
Því miður reyndust styrkirnir ekki nægilegir til þess að
bera allan kostnað við hljómleikana, og hefir félagið því
enn farið fram á örlítil viðbótarframlög frá styrktar-
mönnum sínum.
Félagið hefir ráðið hingað nýjan stjórnanda að hljóm-
sveitinni, dr. Victor von Urbantschitsch, sem er þaulvanur
hljómsveitarstjóri og hefir lengi stjórnað 60 manna kór
í Austurríki. Mun hann vinna að því þegar í byrjun þessa
starfsárs, að æfa blandaðan kór til þess að flytja kórverk
með hljómsveitinni. Má án efa vænta mikils af starfi þessa
gagnmenntaða og fjölhæfa listamanns. R. J.
50