Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.11.1938, Page 3

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.11.1938, Page 3
Timarit Tónlistarf élagsins Námskeið í blokkflautuleik Á blokkflautunámskeið'um þeim, sem ráðgert er að halda á nýbyrjuðu skólaári, í sambandi við Tónlistaskólann, verður til að byrja með ekki um annað eða meira að ræða en sérstakt form barnslegrar tónlistariðkunar. Á þetta hljóðfæri, sem gerir litlar kröfur og samrýmist svo vel tæknimöguleikum barnanna, eiga þau að læra smálög, sem þau kannast við, svo bætast ný smálög við til að syngja og leika og loks eiga þau að kynnast samleik á ein- faldasta hátt. Með þessum æfingum eiga grundvallaratriði tónlistarinnar að verða þeim kunn og töm notkun þeirra. Með þessari tilraun er ekki um venjulegt nám í hljóð- færaleik að ræða. Hljóðfæri þetta, sem gerir svo litlar kröfur, að nægilegur árangur fæst án mikillar fyrirhafnar, er hér fyrst og fremst notað sem tæki til tónlistaruppeldis. Takmarkið er tónlistárlegt undirbúningsnám, sem getur orðið grundvöllur venjulegs hljóöfæranáms síðar meir. Þegar slíkt nám í hljóðfæraleik byrjar — þegar aldur og þroski er til —, þá á tónlistin ekki að vera nemandanum algjörlega ókunnugt land, heldur land þar sem hann hefir þegar lært að átta sig nökkuð og getur hafið för sína til þess að kanna það, með því öryggi, sem slíkt veitir. Þá veit hann hversvegna hann tekur sér þetta starf fyrir hendur og getur lagt krafta sína óskipta fram. Stór agnúi á venjulegri kennslu í hljóðfæraleik, er vönt- unin á lifandi, eðlilegum kunnleika á hinum tónlistarlegu frumatriðum, en tilgangur þeirrar kennslu er ekki sá, að bæta úr því. Úr þessu er leitast við að bæta með því að kenna undirstöðufræðina (nótnanöfn, tónbil o. s. frv.) sem þurra og dauða námsgrein, sem er falin í utanaðlær- dómi, til leiöinda fyrir kennarann og óþarfa erfiðis fyrir nemandann. Tilgangur þessarar kennslu okkar er sá, að barnið geti tileinkað sér það meö lifandi starfi, er það síðar kemst ekki hjá að læra. Það, sem barninu þannig hefir tekizt að tileinka sér og notfæra án fræðilegra um- búða, getur það síðarmeir skilið til fulls án allrar áreynslu. 51

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.