Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.11.1938, Page 4

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.11.1938, Page 4
Timarit T ó n 1 i s t a r f é 1 a g s i n s Þegar talað er um undirbúningsnám, er ekki svo að skilja, að blokkflautunámskeiðin eigi að vera fyrir þá eingöngu, er síðar kunna að stunda reglubundið nám á eitthvert hljóðfæri. Ekki er heldur um það að ræða að setja sér- stæða uppeldisfræði í stað lifandi tónlistariðkunar, því tónlistaruppeldi byggist á slíkri iðkun. Um aðaltilgang eða grundvöll þessarar tilraunar, sem nú veröur gerð hefir verið rætt áður í þessu riti. Á þeim tíma, sem íslenzk börn alast tæplega upp við aðra tónlist en kvikmyndaslagara og útvarpsmúsik og sjálfstæða tón- listarmenningu er ekki um að ræða, verður auðsæ hin brýn,a nauðsyn á, að grundvalla nýja tónlistarmenntun. Við höfum þá trú, að skilyrði séu fyrir hendi að slíkt megi takast. Dr. Heinz Edelstein. Dr. Victor v. Urbantschitsch Um leið og Dr. Urbantschitsch byrjar starf sitt við Tón- listarskólann, en hann er ráöinn til að taka við af Dr. Mixa, er hann flutti af landi burt, þykir hlýða að kynna lesendum menntun hans og störf að nokkru, en hvort- tveggja er á þann veg, að hinar beztu vonir má gera sér um árangur af starfi hans hér. Því ber að fagna, að hingaö veljast menn til slíkra starfa, er fengið hafa ágæta mennt- un þar sem tónlistarmenning stendur á háu stigi og á sér glæsilega sögu. En með því er þó ekki allt fengið; okkar er að skapa skilyrði til þess, að störf þeirra komi okkur að sem mestum notum og verði þeim sjálfum sem ánægju- legust. Dr. Urbantschitsch er fæddur í Wien árið 1903 og er faðir hans kunnur prófessor í læknisfræði við háskólann þar. Hann nam tónlistarfræði við háskólann í Wien hjá hinum víðkunna fræðimanni og rithöfundi Guido Adler, og tónfræði og ,,komposition“ hjá Joseph Marx við ríkis- háskólann, hvorttveggja samtímis Dr. Mixa. Árið 1925 52

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.