Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.11.1938, Side 11
Timarit Tónlistarfélagsins
Robert Soetens
franski fiðlusnillingurinn,
sem lék á 1. hljómleikum
Tónlistarfélagsins, 4. okt. s. 1.
ég hlustaði á hann. Stéfán á marga aðdáendur og mun
nú vera aö vinna á sem óperusöngvari erlendis og er von-
andi aö honum takist aö afla sér frægðar á þeirri braut.
Og svo kom Robert Soétens, hinn snjalli, franski fiölu-
leikari, en hafði skamma viödvöl. Hann hafði hljómleik
4. október fyrir Tónlistarfélagið og lék sónötu eftir Hándel,
Chaconne eftir Bach, Sónötu César Franck’s og nokkur
önnur, aðallega frönsk, viðfangsefni. Má af þeim sérstak-
lega nefna Tzigane-Rapsodie eftir Ravel. Soétens er glæsi-
legur fiöluleikari og var mikil ánægja aö kynnast leik
hans. Franskar tónsmíðar heyrast sjaldan hér og ennþá
sjaldnar koma franskir listamenn til að flytja þær, eru
slík tækifæri því mikils virði.
í október kom Ignaz Friedmann hingað í annað sinn og
hélt fjóra Chopin-hljómleika. Leikur Friedmans er stór-
brotin túlkun listaverkanna og sem Chopin-leikari mun
hann nú skara fram úr.
Tvær íslenzkar söngkonur hafa einnig látiö til sín heyra.
Ungfrú Elsa Sigfúss í vor og María Markan nú í haust.
Þær eru báðar í miklum meturn hér og erlendis og þykja
hinar ágætustu, hvor á sínu sviöi, en söngur þeirra mun
talsvert ólíkur.
59