Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.11.1938, Blaðsíða 11

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.11.1938, Blaðsíða 11
Timarit Tónlistarfélagsins Robert Soetens franski fiðlusnillingurinn, sem lék á 1. hljómleikum Tónlistarfélagsins, 4. okt. s. 1. ég hlustaði á hann. Stéfán á marga aðdáendur og mun nú vera aö vinna á sem óperusöngvari erlendis og er von- andi aö honum takist aö afla sér frægðar á þeirri braut. Og svo kom Robert Soétens, hinn snjalli, franski fiölu- leikari, en hafði skamma viödvöl. Hann hafði hljómleik 4. október fyrir Tónlistarfélagið og lék sónötu eftir Hándel, Chaconne eftir Bach, Sónötu César Franck’s og nokkur önnur, aðallega frönsk, viðfangsefni. Má af þeim sérstak- lega nefna Tzigane-Rapsodie eftir Ravel. Soétens er glæsi- legur fiöluleikari og var mikil ánægja aö kynnast leik hans. Franskar tónsmíðar heyrast sjaldan hér og ennþá sjaldnar koma franskir listamenn til að flytja þær, eru slík tækifæri því mikils virði. í október kom Ignaz Friedmann hingað í annað sinn og hélt fjóra Chopin-hljómleika. Leikur Friedmans er stór- brotin túlkun listaverkanna og sem Chopin-leikari mun hann nú skara fram úr. Tvær íslenzkar söngkonur hafa einnig látiö til sín heyra. Ungfrú Elsa Sigfúss í vor og María Markan nú í haust. Þær eru báðar í miklum meturn hér og erlendis og þykja hinar ágætustu, hvor á sínu sviöi, en söngur þeirra mun talsvert ólíkur. 59

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.