Jazz - 01.11.1947, Page 5

Jazz - 01.11.1947, Page 5
L skurðinn byrjaði hann að læra a trommur hjá föður sínum, og eftir nokkur ár byrjiði hann að leika á trompetinn. Er Harry var 9 ára réði fjölskyldan sig til annars og stærra fjölleikahúss og voru þar m. a. tvær hljómsveitir og tók faðir Harrys við stjórn annarar en Harry lék með honum þar til er hann var 12 ára þá tók hann við stjórn hinnar hljómsveitarinnar. Þremur árum seinna hættu foreldrar Harrys hinu frjálsa en ótrygga lífi fjöllistamanna og fluttust til Texas þar sem faðir Harrys stofn- aði hljómlistaskóla, og varð Harry fyrsti nem- andinn. Harry fór nú mikið fram og byrjaði að leika með hinum og þessum danshljómsveit- um t. d. með Phillip gamla Friars en þar heyrði Ben Pollack í honum og réði hann þegar í stað til sín. Meðan Harry var með Pollack bjó hann m. a. til lagið „Peckin’", er varð fádæma vin- sælt í Bandaríkjunum, en hann sló í gegn með trompetsóló sinni í laginu „Deep Elm“ en þá heyrði Goodman hann og réði hann þegar í stað. Harry var með Goodman í tvö ár og urðu þeir Harry og Goodman mjög góðir vinir á þeim tíma, ráðlgaði Goddman Harry að stofna hljómsveit og ætlaði Goodman sjálfur að lána honum fyrir byrjunarkostnað- inum og lét 'hann ekki sitja við orðin tóm heldur lánaði Harry 30.000 kr. gegn „ágóðahlut“ í hljómsveitinni. Þrem árum síðar keypti Harry aftur hlut Goddmans í hljómsveitinni fyrir 130.000, og má segja að Goodman hafi grætt á þeim greiða, er hann gerði Harry. Hljómsveit sú, er Harry hafði stofnað fyrir áeggjan Goodmans varð öllum jazzvinum til sárra vonbrigða, hljmsveitin var notuð sem einskonar bakgrunnur (backing) fyrir hin tæknilegu scalahlaup Harrys. Er Harry hélt áfram þessari skipan og byrjaði auk þess ómerkilegar stælingar á öðr- um hljómsveitum t. d. E'llington, gleymdist mörgum afburðaleikur Harrys áður og köll- uðu hann t. d. „King of Corn“, en þeim titli hafði Spike Jones áður haft einkarétt á. „The Flight of the Burnble Be“ og „It Don t Mean a Thing sýna greinilegast hve lítil- JAZZ 5

x

Jazz

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazz
https://timarit.is/publication/724

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.