Jazz - 01.11.1947, Page 9
I
'j
u
/.
sem rnn langan aldur mun verða leikin og varðveitt.
Arið 1935 var það swing. Nú er það Be-bop. Hvað
kemur næst?
Kristján Kristjánsson:
Swing er „Improviseruð" jazzmúsik, úsett og leik-
in a£ stórum hljómsveitum aðallega.
Skafti Olafsson:
Rythminn er gerður fjölbreyttari með krossrythma,
sem við trommuleikarar köllum „Break“.
Til að styrkja og fegra rythmann eru notuð ýmis hljóð-
færi t. d. kontrabassi, guitar og píanó.
Samhljómarnir i jazz og swing byggjast á venjuleg-
um samhljómum og „blues“-hljómum og eru þeir 3
talsins og skiptast oft niður í 12 takta t. d. í „Morn
Full Serenade" leikinn af Jelly-Roll-Morton.
Oft fer bassinn sínar eigin götur (kontrapunktur) t.
d. í „Blues In C Sharp Minor“ lciknu af Wilson.
Ohreini tónninn, sem mörgum finnst vera í jazzlög-
um stafar af frjálsri notkun ósamhljóma eins og t. d.
í Boogie Woogie. Annars er laglínan ýmist leikin
eðlilega (straight) eða improviseruð og það oftast svo,
að lögin verða óaðgengileg, þ. e. a. s. það verður að
hlusta oft á lagið, áður en fullt gagn fæst af því.
Gott dæmi um margbrotnar improvisionir er lagið
When Day is Done leikið af Coleman Hawkins, en
dæmi um eðlilega laglínu er t. d. lagið Poor Butterfly
leikið af Goodman-sextettinum. Annars, trúið mér, það
þýðir ekki að lýsa swing, það vcrður að hcyra það.
Hallur Símonarson
Krístján Kristjánsson
JAZZ 9