Jazz - 01.11.1947, Side 12

Jazz - 01.11.1947, Side 12
Uppruni 09 þróun jazzins (2. grein) Hljóðfœraskipunin. Fyrstu jazzhljómsveitirnar höfðu a. m. k. 6 hljóSfæri og voru algengust: cornet, trom- bón, clarinett (sjaldnast B clarinett, oftast Es og A) trommur, banjó og bassi, þó mjög sjald- an strengjabassi oftast blásinn bassi. Þó notuSu nokkrar hljómsveitir strengja- bassa t. d. „The Original Creoles“, er voru uppi um 1908, en þeir höfSu bassistann Willi- am Johnson, er lék á strengjabassa, en þetta var mjög sjaldgæft og var vanalega notaSur tvöfaldur kontrabassi eSa túba. Sumar stærri hljómsveitanna höfSu tvo trompeta og tvö clarinett auk trombóns og þá oft guitar í staS banjósins, er gaf ákveSnari rythma en var hljómleiSur mjög. Eitt er þó athyglisvert í sambandi viS skip- an þessara hljómsveita og þaS er aS þar er ekki píanó. ÞaS drógst lengi írameftir aS fá píanóiS sem hljómsveitarhljóSfæri, en þó var þaS mjög vinsælt einleikshljóSfæri allt frá 1902. ÞaS er ill skiljanlegt fyrir okkur nútíma- menn aS hugsa okkur jazzhljómsveit án pí- anós, en ef viS athugum uppruna jazzins skilst okkur aS hann hafi veriS notaSur lengi sem marsmúsik og þaS gerir enginn sér til heilsubótar aS ganga meS píanó á bakinu. Hinir götnlu jazzistar. Þekktastir af hinum gömlu jazzistum voru þeir konungarnir Buddy „King“ Bolden, Freddie „King“ Keppard og Joseph „King“ Oliver, er léku á trompet, Jack „Papa“ Laine á trommur, en hann var einn af fyrstu hvítu jazzleikurunum, er nokkuS kvaS að og svo Sidney Bechet, er lék á alto sax. og clarinett. MeSal samtíðarmanna sinna voru þessar hljómsveitir ek'ki mjög þekktar vegna þess aS þær léku á lélegum veitingahúsum bæSi vegna þess aS þeir léku eins og þeim fannst bezt, en fóru ekki eftir smekk fjöldans og svo einnig vegna þess aS þeir voru negrar. En í þá daga þótti ekki „fínt“ aS hlusta á „negramúsik" í Bandaríkjunum, en til allrar hamingju eru bandaríkjamenn vaxnir upp úr þeim barnaskap, enda eru þeir fordóms- lausir ef því er að skifta. Hljómsveitir eins og John Robichauc, Ar- mand Piron, The Imerial, Tick Chambers, Papa Celestin, Happy Galloway og Bob Frank léku ekki góðan jazz en voru ráðnir á góð- um gistihúsum og voru þarafleiðandi mikið vinsælli. blljómsveit King Olivers 1924.

x

Jazz

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazz
https://timarit.is/publication/724

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.