Jazz - 01.11.1947, Qupperneq 14

Jazz - 01.11.1947, Qupperneq 14
ity með honum. — Cat Anderson, sem lék á trompet hjá Duke, hefur stofnað stóra hljómsveit. — Hinn nýlega Tommy Dorsey hljómsveit er í hröðum uppgangh Aðal nöfn- in í henni eru Ziggy Elman og Charlie Shav- ers, báðir á trompet, Buddy DeFranco á klari- nett, Louie Bellson á trommur (var áður með Goodman), og svo söngvarinn Stuart Foster. Þjófnaður. Fyrir nokkru var brotizt inn í dansskóla í Hollywood, stolið var allmiklu af plötum, er notaðar voru við kennzlu. Það fylgdi fregninni að allar Guy Lombardo plöt- urnar hefðu verið skildar eftir. Guy Lom- bardo er nokkurskonar Bjarni Böðvars Banda- ríkjamanna, í talsverðu uppáhaldi hjá eldra fólkinu en eitur í augum unga fólksins og allra jazzunnenda. Músik sú, sem hljóm- sveitin framleiðir er öll hin leiðinlegasta. Hitt og þetta. Hljómsveit Jimmy heitins Lunceford starfar áfram undir stjórn Edwin Wilcox píanóleikara og Jo Thomas tenór- sax-leikara, en þeir hafa verið í hljómsveit- inni í fjölda ára. — Franski guitarleikarinn Django Reihardt er nú kominn aftur til Par- ísar eftir að hafa leikið í U.S.A. í tæpt ár. — Vic Dickenson trombónistinn, sem fékk silf- urverðlaun Esquire í ár, er nýlega farinn að leika aftur, en hann hafði verið skorinn upp. — Hljómsveitarstjórinn Louis Jordan átti og í minniháttar uppskurði. — Trombónleikar- inn Leon Cox, sem leikið hefur með þeim Glen Gray, Krupa og Boyd Raeburn, varð á milli vagna á járn'brautarstöð í New York og brotnaði um hægri öxl. Hann var að taka sæti í Stan Kenton hljómsveitinni. — J. C. Heard tók sæti í Jo Jones í nokkra daga, er sá síðarnefndi var veikur. Heard stjórnar eigin sextett. — Söngvarinn Johnny John- ston og kvikmyndaleikkonan Kathryn Gray- son giftu sig í haust. — Sagt er að hin þekkta söngkona Jo Stafford og hljómsveitarstjórinn Paul Weston séu á leið í hjónabandið. — Píanóleikarinn Eddie Heywood er nýgiftur og um leið minnkaði hann hljómsveit sína úr sjö mönnum niður í þrjá. — Hljómsveitar- stjórinn Charlie Spivak er nýskilinn við frú sína. Tommy Dorsey sagði einnig skilið við við sína kellu. — Trommu’lekarinn alþekkti George Wettling heldur þessa dagana mál- verkasýningu í New York. Bœkur um jazz hafa nokkrar komið út á árinu í U. S. A. Svo sem „Jazz cavalcade" eftir Dave Dexter jr., „Realy the blues“, sem er sjálfsæfisaga klarinettleikarans Mezz Mezz- rov, svo og sjálfsæfisaga Louis Armstrong skrifuð eftir frásögn ‘hans sjálfs. Ennfremur hafa komið út æfisögur þeirra Frank Sinatra og Bing Cros'by. Esquire jazzbókin kom út um síðustu áramót, en a'lveg er óvíst að hún komi út um þessi og mjög líklegt að kosn- ingarnar falli alveg niður, því að allir þeir, sem atkvæði hlutu síðast hafa neitað að gefa sig fram næst, og nitján af þeim tuttugu og þremur sérfræðingum, er kjósa jazz-leikar- ana hafa sagt af sér. Allir hafa þeir sömu sögu að segja, bókin var öll áróður fyrir Eddie Condon og hans fylgdarlið, en það er leið- indaklíka nokkurra úreltra Dixieland-leikara. Framkvæmdastjóri Condons, E. Anderson, var ritstjóri bókarinnar, þannig komst nú áróðurinn inn. Kótelettur, ta/{/{! Ray Tucci lék á bariton- sax fyrir nokkrum árum í hljómsveit Jack Teagarden. Allan tímann, sem hann var þar var það hans heitasta ó sk að geta hætt að leika og gerast matsveinn. Arin liðu. — I vor, þegar Teagarden, eða „Big T“ eins og hann oft er nefndur, var með smáhljómsveit á „Susie Q“-klúbbnum í Hollywood, hver

x

Jazz

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazz
https://timarit.is/publication/724

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.