Útvarpstíðindi - 22.10.1945, Blaðsíða 2

Útvarpstíðindi - 22.10.1945, Blaðsíða 2
266 ÚTVARPSTIÐINDI ££&éstf%i IÆSSI VANN VERÐLAUNIN. Prestur nokkur hitti Árna Pálsson pró- fessor aö máli og leiddi talið að hinni illmannlegu meðferð sem fangarnir hefðu sætt í liinum illræmdu fangabuðum Þjóð- verja og var mjög vandlætingasamur yf- ir, sem von er til. Árni Pálsson sat hugsi um stund en sagði svo: Já, þetta er hverju orði sann- ara, það er býsn til þess að hugsa. En heyrið mig, hvernig hatdið þér að það sé með fangabúðir Drottins — þessar eilífu? ÞÖKK. Eftirfarandi vísa er eftir Pál Jónsson ,,sl<álda“ og er kveðin til Gísla Sveins- sonar kaupmanns: Guð umbuni gott, sem mér gerið máttarlinum. Ef hann bregst, þá eigið þér aðganginn að hinum. LISTMALARAR. — Þér hafið málað engilinn með sex fingur á hægri hendinni. Hafið þér nokkurntíma séð engil með sex fingur? sagði reyndur listmálari við nýgræð- inginn. — Nei, en hafið þér séð engil með fimm fingur? svaraði ungi málarinn. UPPSPRETTA LISTA OG VÍSINDA. Hið leyndardómsfulla í tilverunni er það dásamlegasta, sem til er. Það er uppspretta allrar sannrar listar og vís- inda. Sá, sem ekki viðurkennir þetta, er andlega dauður. Augu hans eru lokuð. FALINN ALDINGARÐUR. Jökull Pétursson og Hannes heitinn Guðmundsson fisksali, ætluðu eitt sinn á Hressingarskálann, sem Björn bakari hafði þá nýlega opnað, en þar var hvert ÓYVMRPS¥Í©IHiŒS koma út hálfsmánaðarlega. Argang- urinn kostar kr. 25.00 og greiðist fyrirfram. Afgreiðsla Hverfisgötu 4. Sími 5046. Útgefandi: H.f. Hlustandinn. Prentað í prentsmiðjunni „Fróði“. Ritstj. og ábyrgðarmenn: Vilhj. S. Vilhjálmsson, Þorsteinn Jósepsson. sæti skipað, og fóru þeir því í aðra kaffi- stofu, og sátu í herbergi sem vissi að baklóð hússins, sem var mjög sóðaleg og ólík garðinuin bak við Hressingar- skálann. Meðan afgreiðslustúlkan bar kaffið á borð fyrir þá voru þessar vís- ur mæltar fram: Enga betri áttu vörn, eða von um gróða; en að hafa eins og Björn „aldingarð“ að bjóða. Hér er gott að „hlaupa í skarð“, hér er staður valinn. Sjálfsagt áttu „aldingarð" einhversstaðar falinn. TVÆR STÖKUR. Knútur Þorsteinsson frá Úlfsstöðum, hefur látið Sindri tvær eftirfarandi stök- ur í té: Áfellisdómi svaraó: Dæmum vinir vægt, þó hann vont hafi fallið hlotið. Við höfum allir eplabann alföðursins brotið. Frá ástandsárunum. Þegar „Kaninn“ kom 'hér inn, kættist gjörvöll þjóðin. Átján vetra annað sinn urðu sextug fljóðin. HEILRÆÐI. Ef þér líkar ekki lífið, skaltu óðara breyta um lifnaðarháttu. Undu aldrei við leiðinlega og þjakandi tilveru. H. G. Wells.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.