Útvarpstíðindi - 22.10.1945, Blaðsíða 9

Útvarpstíðindi - 22.10.1945, Blaðsíða 9
ÚTVARPSTÍÐINDI. 273 ur strá. En á raeðan ég stóð þarna og Jvar hissa, tók Margrét ofan hattinn og lagði liann á borðið með orðunum: „Nei. Við höfum ekki ráð á því“ og fór út við svo búið. Og ég sneri mér líka við til þess að fara á eftir henni, en sölukonan stopp- aði okkur. Hún sagði að hatturinn færi Margréti svo prýðilega að hún gæti alls ekki afborið að sjá okkur fara burt án liattsins. Svo fórum við þá að prútta, og með því að Margrét studdi mig og ég Margréti þá komum við verðinu nið- ur í 18 skildinga að lokum. Og þegar við komum út vorum við í sjöunda himni með okkur sjálf, og okkur fannst eins og við hefðum verið gefin saman í Við vera maður og kona. Pað var alveg hjónabandið inni i búðinni. Þannig hefur það verið síðan. Við erum tveir gjörólíkir einstaklingar en högum okkur þó alltaf eins og einn Annar leggur það til sem hinn vantar. T. d. leggur Margrét til allan kraftinn í fyrirtækið. Á henni hvíla öll almenn mál. Passar upp á tekjur og gjöld og allt slíkt. Og ég fyrir mitt leyti . . . Jæja, þegar ég fer að hugsa um það, þá man ég ekki eftir hvað það er sem ég legg til, Það er bezt að ég segi það: Ég er að skrifa bók og oft liefi ég verið lieima að skrifa, þegar ég átti að vera úti og reyna að vinna mér inn skildinga á bílinn. Ég fékk fyrst hugmyndina um bók- ina þegar ég var lítill. Mér datt allt í einu í hug hvað mikill miskilningur ríkti í heiminum, og ég liugsaði með mér, að þegar ég yrði stór skyldi ég rannsaka þetta allt og skrifa bók um það sem út- skýrði allar flækjurnar fyrir öllum og leiðrétti allan misskilning, svo að jörð- in yrði skemmtilegasti staður. Ef þú hefur byrjað á svonalöguðu þá finst þér eklcert annað geta truflað þig. Þú hefur ekki tíma til annars. Þú finnur fljótt að þú verður að velja á milli auka- atriða og aðalatriða. Og smáatriði, eins og að halda heimilinu saman og á rétt- um kyli verður í þínum augum auka- atriði. Og þá þarft þú á einhverjum að halda til að gera það fyrir þig. Og þegar þú ferð á fætur á morgnana svo utan við þig, að þú reynir að raka þig með tann- kreminu og hreinsa tennurnar með rak- kreminu, þá er gott að liafa einhvern við hendina, sem lagar þetta fyrir þig — skiptir — án þess að því fylgi löng ræðuhöld. Auðvitað reyni ég stundum að gera henni greiða á móti. Ég hefi oft hugsað um, að færa henni teið í rúmið. Ég hefi margan morgunn vaknað og horft á hana sofa við hlið mér og hugsað mér hve innilega glöð og undrandi hún yrði þegar hún opnaði augun og sæi mig haldandi á bolla af te, sem ég færði henni. Og ég hefi séð sjálfan mig læðast fram iúr og setja upp ketilinn, taka til boll- ana og teborðið og fara undur varlega að þessu öllu, til þess að vekja hana ekki, búa svo til teið og færa henni það rjúk- andi á bakka. Og sjá hana vakna og hún liorfir á þegar ég lielli því í boll- ann. En hvað hún varð glöð og undr- andi. En einmitt þegar ég kominn svona langt í hugsunum mínum þá heyri ég lítinn skell við rúmið mitt -— og þarna stendur hún og lætur bakkann á borðið. „Auðvitað“, segi ég. Ef þú hefðir bara beðið í mínútu, mundi ég — ■— ---------“. Og hún lítur á mig, brosir og segir: „Já, en þú ert svo mikill silakeppur“. Já, ég viðurkenni að ég sé nokkuð þungur. Ég held að liún sé búin að venja sig við þetta. Það er ekkert við því að segja. Ég held að við liöfum ekkert tekið' eftir þessu fyrst, þetta kom af sjálfu sér. Þetta var mannlegt. Þetta var hjóna- bandið. Ég fór að hugsa um þetta vegna þess, að ég var svo lengi í Ameríku. Ég kveið ekkert fyrir að fara þangað. Mér fannst það liljóta að verða góð tilbreyting. Ferðast einn um heiminn og sjálfráður. Það var eins og að vera aftur einhleyp- ur. Það var einkennilegt hvernig það heltist yfir mig. Ég var að ganga eftir 49. stræti í New York og kom að mjög

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.