Útvarpstíðindi - 22.10.1945, Blaðsíða 20

Útvarpstíðindi - 22.10.1945, Blaðsíða 20
284 ÚTVARPSTÍÐINDI TILLAGA UM SÖGUR. Hlustandi á Húsavík skrifar: „Undan- farið hafa verið lesnar nokkrar stuttar sögur í staðinn fyrir „útvarpssöguna“. Ég vil taka það fram, ef það mætti verða til leiðbeininga fyrir útvarpsráð, að eitt vinsælasta útvarpsefnið hér um slóðir eru sögur sem lesnar hafa verið. Kunn- ingi minn var að tala við mig nýlega um sögurnar í útvarpinu og hann kom með hugmynd, sem ég tel mjög góða. Hann sagði eitthvað á þessa leið: „Útvarpið á) að hafa tvennskonar útvarpssögur. önn- ur á að vera stór og veigamikil skáldsaga eftir öndvegishöfund, en hitt á að vera smásögur. Aðalsöguna á að lesa einu sinni í viku, jafn langan tíma og nú — og að minsta kosti ekki styttri tíma. Svo á einnig að lesa eina smásögu á viku. Þær verða að vera góðar og vel þýddar“. Mér fanst þetta svo athyglis- verð tillaga að ég ákvað að skrifa ykkur liana í þeirri von að hún kæmist til út- varpsráðs, sem að sjálfsögðu ræður þessu. UM DAGINN OG VEGINN. Bj. Sig. skrifar: „Þættirnir um daginn og veginn eru mjög misjafnlega góðir. :Segi ég þetta, þótt ég vilji hins vegar ekki fara í neinn mannjöfnuð um það liverjir flytji beztu þættina og hverjir þá verstu. En ástæðan til þess að ég skrifa þetta bréf er erindi Helga Hjörvar nýlega. Það kom manni á óvart að Helgi flytti þennan þátt — og maður hjóst við að hann hefði eitthvað sér- stakt að flyja. Ég skal að vísu játa að, svo var og að þátturinn var yfirleitt mjög góður og hressilegur. Lýsing lians á ungdómnum í höfuðstaðnum var eklti falleg, þó að ég telji að hún sé sönn og segi ég þetta af eigin reynslu. En mér fanst, að orð sem Helgi lét falla um kon- unginn, Kristján hinn tíunda ættu ekki yið. Ég er ekki með þeirri tillögu að reisa konungi minnisvarða hér, en ég Vil lieldur ekki að verið sé með neinar hnútur í garð Dana. Ef einhverjir Danir eru að burðast við að sýna okkur kulda þá segi ég bara: Þeir um það. Það snert- ir okkur ekki. Við vitum líka að það er ekki danska þjóðin. Eins eigum við ekki að vera með kgldyrði í garð Dana — og sízt af öllu í hinu ríkisrekna Ríkisút- varpi“. Athugasemd: Það mun vera alger mis- skilningur hjá bréfritaranum að Helgi Hjörvar liafi látið nokkur orð falla í garð konungs, sem telja beri kuldaleg. Ritstjórn Útvarpstíðinda þótti erindi skrifstofustjórans svo snjallt að hún bað hann um það til birtingar, en gat ekki fengið vegna þess- að hann hafði þá ráðstafað því annað. NÝJUNG I BARNATIMANUM. Móðir skrifar: Barnatímar útvarpsins eru mikilsverðir dagskrárliðir, á þá lilusta þúsundir barna á landinu og1, drekka í sig áhrif frá því sem þau heyra í þessum tímum. Það varðar því miklu að þeir séu vel úr garði gerðir, að þeir séu í senn skemmtilegir og þroskandi fyrir börnin. Ég tel að yfirleitt hafi nokkurnveginn tekizt að sameina þessi sjónarmið og að barnatímarnir, undir stjórn Þéturs Péturssonar, hafi verið til bóta. Hann liefur gert ýmsar lofsverðar tilraunir til að færa út þann þrönga stakk, sem þessum tímum hefur verið skorinn, t. d. eins og sunnudaginn 7. ÚTVARPSVIÐGERÐASTOFA Ottó B. Arnar Klapparstíg 16 Reykjavík annast allskonar viögerðir á útvarps- tækjum og öðrutn skyldum tækjum Fyrsta flokks vinnustofa og góðir starfs- kraftar. Sanngjarnt verð. — 20 ára reynsla — Sími 2799

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.