Prentarinn


Prentarinn - 01.06.1936, Blaðsíða 2

Prentarinn - 01.06.1936, Blaðsíða 2
6 PRENTARINN FRIÐFINNUR L. GUÐJÓNSSON 50 ÁRA STARFSAFMÆLI Laugardaginn 16. mai voru 50 ár liðin frá því að Friðfinnur hóf prentnám. HÍP hélt honiim samsæti þetta kvöld að Hótel ísland ofí gaf honum standlampa i afinælisgjöf. í samsætinu mættu um 70 manns. Margar ræð- ur voru fluttar og sungið og danzað til klukk- an eitt. Þá var lieiðursgestinum fylgt lieim i fylkingu. — Friðfinns hefur áður verið ýtar- lega getið í PRENTARANUM, X. árg., 3. bl., en hér birtist ræða sú, sem Stefán Ögmunds- son flutti og tvö vísuerindi, eftir .1. H. G., er formaður HÍP lét fylgja ræðu sinni. ..Félagar og gestir! Það er til íslenzkur málsháttur, sem hljóð- ar á ])á leið, að enginn kunni tveim herrum að þjóna, og það hefur löngum verið haft til marks um tvöfeldni manns og óheilindi, er hann 'hefir seilst til „að vera beggja vin og báðum trúr“. Hitt liljóta allir að viðurkenna sem afrek, að hafa lifað meginpart æfi sinnar og sam- ræmt starfskrafta sina og hæfileika svo í tveggja þjónustu, að engum komi til Inigar að dæma það til áfellis. Og það er einmitt einn slíkur afreksmaður, sem við nú erum hér samankomin til að hylla. Það er sjaldgæft, að okkar fámenna stétt fái tækifæri til l>ess að sýna meðlimuin sínum viðurkenningu fyrir það að hafa svo meist- aralega sem félaga okkar og stéttarbróður, Friðfinni Guðjónssyni, tekizt að saniræma þjónustu sína tveim voldugum yfirboðurum — Iifsstarfinn, prentiðninni, annarsVegar — leiklistinni liinsvegar. Og Friðfinnur er ekki einn þeirra, sem liafa farið langa leið og skil- ið sporin eftir í sandinum næturlangt, því leiðarmerkin eru glögg, þar sem hann fór og því gleggri sem nær dregur áfangastað. — Við, sem eruni ungir og ekki höfum átt þess kost að fylgja starfsferli Friðfinns, þekkjum lieldur ekki erfiðleikana og leiðar- táhnana, sem hann hefur barizt við. Okkur keniur aðeins í hug, að þeir sigrar, sem vörð- urnar á leið hans bera vitni, hljóti að hafa kostað þrautseigju, viljafestu og fórnir. Og við vitum, að jafneinlæg þjónusta við lifs- starfið, jafnörugg trúfesta við listina, liefur krafið Friðfinn um meiri fórnfýsi og starfs- þrek, en sanngjarnt væri að krefjast af nokk- urum miðlungsmanni. Það var 16. maí fyrir 50 árum, sem þessi sveitadrengur, sem þið sjáið hérna, steig þau spor, sem hafa orðið svo örlagarík fyrir framtíð hans. — Hann tók að nema prent- iðn á Akureyri og hefur alla tíð síðan lagt gömlu Typografiu þá starfsorku, sem hún framast getur krafizt af góðum og ástríkum syni. — Uppeldið var strangt, 13 lil 14 tima sleitulaus vinna á dag við léleg skilyrði. Og i þeim stranga skóla hefur að likindum kvikn- að sá neisti, er að Ioknuni námstima varð til liess að örva viljakraft hans og djörfung til að brjóta af sér bönd einangrunar og þræl- dóms og sigla til Kaupmannahafnar með rúm- ar 30 krónur í fararkost. Og það muii einnig liafa verið þessi frelsisþrá hans og viðsýni, er varð til þess, að hann nokkurum árum síðar varð einn af frumherjum prentarasam- takanna og trúnaðarmaður þeirra um margra ára skeið. Hann var einn þeirra 12 prentara, er með djörfung og sigurvissu þess, sem hefur öðlazt trúna á mátt samvirkrar baráttu, lagði leið sína um óruddar slóðir og skildi eftir sléttaii, varðaðan veg, okkur til farargreiða, sem á eftir komum og erum lengra að halda. Við shk timamót sem 50 ára prentaraafmæli þess- ara manna hljótum við að minnast þeirra með sérstakri virðingu og þakklæii. fig liefi verið að hugsa um það, hvort þessi 50 ára trúfesta Friðfinns við kassann hafi ekki verið honum og þjóðinni sannkallað Óhapp. Hvort hæfileikar hans myndii ekki hafa notið sín betur á annan hátt. En þegar ég íliuga það betur, rek ég mig allsstaðar á hindranir, sem voru og eru á vegi þess manns, sem vildi leggja leiklistinni alla krafta sina. Þær hindranir liafa birzt i fár- ánlegu inati á gildi leiklistar hjá þeim, sem þjöðin hefur falið umboð sitt og þar með kjiirið sem málsvara aukinnar nienningar i landinu og vermireiti nýgræðingsins á lista- sviðinu. Þessar torfærur liefðu án efa orðið

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.