Prentarinn


Prentarinn - 01.06.1936, Blaðsíða 4

Prentarinn - 01.06.1936, Blaðsíða 4
8 PRENTARINN HÖFUÐORSAKIR BLÝEITRUNAR INNAN PRENTIÐNAÐARINS ÞaÖ cr alkunn staðreynd, að innan prent- ionaðarins er allmikil hætta á blýeitrun, þótt til séu aðrar iðngreinar ennþá hættu- legri i þessu efni. Blý getur ekki borizt inn í líkamann gegn- um húðina, heldur við það, að anda að sér lofti, sem mettað er af blýgufu, og ryki, sem fullt er af blýögnum. Blýagnir þessar safn- ast fyrir í mannslíkamanum og orsaka al- menna vanlíðan, án þess að bein blýeitrunar- einkenni þurfi endilega að koma í ljós. En hin venjulegustu þessara elnkenna eru iðra- kveisa og máttleysisköst, en þess utan getur eitrið með langvinnum áhrifum sínum á blóðkorn og nýru grafið smátt og smátt und- an líkamsheilbrigðinni1 og að lokum orsakað ólæknandi nýrnaveiki. Fyrir handsetjarana stafar hættan frá ryk- inu í kössunm, ekki frá handfjötlun stílsins og annars íefnis úr blýi; fyrir letursteypa og eftirsteypa frá málmrusli, sem kastað er hirðuleysislega á gólfið og seinna sópað upp; fyrir vélsetjara frá burstun steypubullunnar og frá blýreyk þeim, er kemur af stafamót- unum, þegar þau fara aftur á sinn stað, eftir að hafa snert bráðið blýið. Ef sorinn ofan af steypupotti er rannsak- íiður, finnst meðal annars mjög fint, dökk- leitt ryk, sem sezt á gólfið og yfirleitt allt í kringum pottinn. Þetta ryk er bancitrað og cin höfiíðorsök til blýeitrunar. Ef eftirfarandi liagnýtum vörnum er beitt, verður hættan á blýeitrun stórum minni, jafnvel þó ekki sé hægt að segja, að hún sé útilokuð: Þvi, sem fleytt er nfctn af steypupottun- um, mú ekki fleygja á gólfið, heldur skal láta það í sérstök ílát með vel þéttu loki. Mörg slík ilát eiga að vera til staðar, og skulu þau strax, þegar full eru, flutt þangað, sem blýið er brætt upp. Reykleiðslurör með góðri loftrás eiga að vera yfir hverjum potti. Þau hafa þrefalt hlutverk: í fyrsta lagi sem útrás fyrir gas- og olíustybbu; í öðru lagi sem fráleiðsla hit- ans af pottinum; í þriðja lagi soga þau til sin blýagnir úr loftinu. Rykið í handsetjarakössunum á að hreinsa með ryksugu, ekki físibelg. Steypubullur á ekki að bursta á vinnustofunni. Hjá Mergent- halerverksmiðjunum fæst lítið áhald, tiltölu- lega ódýrt, sem hægt er að hreinsa bullurnar í án áhættu fyrir þá, er það gera, og án þess að því fylgi nokkurt ryk. Hver verkamaður getur mikið gert sjálfur til þess að efla heilsu sína og hindra að- gang blýagnanna að líkama sinum. Hann verður þannig að vera mjög hirðusanmr með það, að þvo hendur sínar og bursta tenn- urnar. Hendurnar skal þvo fyrir hverja mál- líð og eftir vinnuhættur; tennurnar á að hursta duglega minst tvisvar á dag. Ef blýeitrunareinkenni koma í ljós, skal tafarlaust leita læknis. (Lausl. þýtt af Þ. H.) PRENTLISTIN 500 ÁRA Arið 1940 verður prentlistin 500 ára. í Þýzkalandi er þegar farið að undirbúa há- liðahöld þau, sem fram eiga að fara i tilefni þessa afmælis. Aðalhátíðahöldin verða í Mainz og Leipzig, og vinna ráðamenn þessara borga í samein- ingu að undirbúningi þeirra. Jafnframt há- tíðahöldunum í Leipzig verður mikil sýning, sem tekur yfir prentlist, útvarp, Ijósmynda- og kvikmyndalist. Einnig er farið að undir- búa útgáfu bóka, sem út eiga að koma í til- efni afmælisins. Nýtt prentlistarsafn verður einnig vígt á þessari hátíð. Æskilegt væri, að islenzkir prentarar og prentsmiðjueigéndur tækju höndum samaii og gæfu út sögu prentlistarinnar á þessu há- tiðarári. Undirbúningur að útgáfu slíks verks yrði að hefjast sem fyrst, svo allt lenti eigi i íslenzku seinlæli eða hroðvirkni. Giiðmundur Kristjánsson. (í næsta blaði eða blöðum af PRENT- ARANUM mttn birtast itarleg grein, sem blaðinn hefur verið send, nm þetta efni. Ritstj.).

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.