Prentarinn


Prentarinn - 01.06.1936, Blaðsíða 8

Prentarinn - 01.06.1936, Blaðsíða 8
12 PRENTARINN xini fyrir bækur. Við liliðina á |jví liöfðu þeir annaö herbergi, þar sem menntaðir Jjrælar þeirra afrituðu bækur, er húsbændur þeirra höfðu samið eða fengið lánaðar hjá öðrum höfundum. Höfðu þeir marga þræla til að skrifa og létu skrifa mörg eintök. Eas einn upp, en hinir skrifuðu. Voru bækur þessar oft notaðar til vinagjafa, og þóttu það hinar dýrmætustu gjafir á þeim timum, er bækur voru svo fágætar. Eftir því sem bækur þessar bárust víðar, því betur sáu menn hversu nauðsynlegar þær voru til úthreiðslu menningarinnar. En þrátt fyrir jjað, að menn höfðu ekki lært þá list að prenta bækur, þá fundu menn þó það ráð að skrifa mörg eintök af söniu bókinni, og byrjað var að selja bækur á dög- um Juliusar Cæsars, 44 árum f. Kr. Þegar bók- sali hafði von uni að geta selt einhverja bók, fékk liann sér 100 eða jafnvcl fleiri skrifara, eftir þvi sem þörfin var mikil. Auð- vitað voru þessar bækur afardýrar. svo eigi gátu nema ríkir menn eignast þær. En þetta, að menn fóru að skrifa bækur, varð til þess, að ýms af hinum ágætu ritum Grikkja og Rómverja hafa geymzt og eru til enn, þó meiri hlutinn sé glataður. Það er sagt að Forn-Grikkir hafi átt yfir 4000 leikrit, sorgarleiki og gleðileiki, en af þeim eru að eins eftir 44. Þessar menningarþjóðir, Grikkir og Róinverjar, liðu undir lok og bókmenntir þeirra hurfu um langau tíma. Það var ekki fyr en á 11. öld að aftur fór að bóla á hin- um ágætu ritum þessara þjóða. Það voru munkarnir, sem í klaustrunum voru, er gáfu sig að því að skrifa upp þessi rit. Og þótt þeir ekki kærðu sig um að útbreiða þau, þá hafa þau geymzt siðan. — En munkarnir iðk- uðu líka margskonar vísindi jafnframt því sem ]jeir rituðu bækur. í sambandi við klaustrin voru settir á stofn skólar og ný menning byrjaði og stóð í mikluin blóma á 14. og 15. öld. VII. BYRJUN PRENTLISTAIIINNAR. Á þessu límabili var það, að prentlistin var fundin upp, um 1440, af Jóhanni Gutenberg, ]jessi list, sem talin er hin þýðingarmesta til fræðslu mannkynsins. PRENTARI IIEIÐURSBORGARI AKUREYRARBÆJAR Um Odd Björnsson, prentsmiðjustjóra á Ak- ureyri, segir svo í Tímariti iðnaðarmanna: „.. Bókamaður mikill hefur Oddur verið. Nú á sjötugu gaf liaiin Akureyrarkaupstað og Amtsbókasafninu á Akureyri allt hið mikla og merkilega bókasafn sitt, er hann hefur safnað til í hartnær hálfa öld, það er hann nú á og síðar eignast kann. Skal safn þetta geymt i sérstökum bókaskála, í liinni væntan- legu Matthíasarbókhlöðu á Akureyri, og vera þar fróðleiksþyrstum mönnum til afnota, því að bókasafn Odds er fyrst og fremst fjöl- skrúðugt og fágætt erlent fræðibókasafn, á fjölmörgum tungumáhim, austrænum sem vesturlanda. Hinn 1. des. síðastl. var Oddi veittur ridd- arakross fálkaorðunnar, og 28. des. samþykkti bæjarstjórn Akureyrar einróma að gera hann að lieiðursborgara Akureyrarbæjar." Hið fyrsta, sem sagt er að prentað liafi verið, voru helgra manna myndir (eða afpost- uhinum), skornar i tré og ekki af mikilli list. Það voru prestarnir, sem létu svo út- breiða þessar myndir, til liess að gleðja fólk- ið. Á þessum tímum kunnu mjög fáir að lesa, svo prestarnir fundu upp á þvi að gefa út guðrækilegar smábækur, að eins með mynd- um úr Gamla- og Nýja-testamentinu. Svona var byrjunarstig prentlistarinnar. En næsta stig var það, að farið var að skera í tré heilar hlaðsíður í bækur. Þannig var t. d. Biblia paupurum, „Fátækrabiblian“, sem kölluð var, að heilar síðurnar voru skornar í tré, og var hún þó nokkur liundruð blað- síður, auk þess sem 40 myndir úr Nýja- og Gamla testamentinu-voru i lesmálinu, og geta menn skilið, hvílík feikna vinna ljetta hefir verið. — Og þá iná gela nærri, hversu mikil vinna liað hefur verið að prenta þetta i tré- pressum og verða að sverta síðurnar með skinnpúðum. (Frh.) G. O. li. RITSTJÓRI: JÓN H. GUÐMUNDSSON Herbertsprent, Bankastræli 3, prentaði.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.