Prentarinn


Prentarinn - 01.06.1936, Blaðsíða 3

Prentarinn - 01.06.1936, Blaðsíða 3
PRENTARINN 7 lil þess að seigdrepa þann hlyn, sem þrátt fyrir erfiðleika hefur dafnað og víix- ið i skjóli bættra lifsskilyrða þrentarastétt- arinnar. Friðfinnur hefur valið rétt! Hann liafnaði engu, en kriifðist meira. Og með fordæmi hans og annara þeirra, sem lögðu hornstein prentarasamtakanna, hefur sá skilningur fengið líf og þroska, að verkamaðurinn eigi heimtingu á skilyrðum til ávöxtunar þeim andlegu verðmætum, sem i honum húa, þótt auðvitað sé að þar eigum við langt að vegarenda. Þar skilja leiðir Friðfinns og annara þeirra íslenzkra prentara, sem hlotið hafa alþjóðar- hylli, að leið þeirra hefur legið frá stéttinni, — en „við kassann" hefur Friðfinni prentara auðnast að verða óskabarn fólksins. Með höndunum liefur liann unnið prentiðn- inni í 50 ár. Leiklistin hefur átt hug hans og lijarta um 45 ára skeið. Við þökkum Friðfinni starf lians og styrk í prentarasamtökunum. Listgáfa hans var þjóðinni gefin.“ Hér fara á eftir erindi þau, er heiðurs- gestinum voru flutt í samsætinu: Hver er það, sem vaka vildi varði hvild í listarstarf? Hver er það, sem skáldverk skildi, skýrmælt flutti, eins og þarf, hverja setning opnu eyra, auðvelt mál og þyngsta ljóð, svo að fólkið hlaut að heyra hversu leiksins snilld var góð? Það er hann, sem heiðursgestur hyllist nú af prentsins stétt. Það er liann, sem manna mestur, magnað hefur orðin rétt. Það er hann, sem hefur unnið hálfa öld við kassann sinn. Og lians listablysið brunnið bezt i lýðsins huga inn. GJALDKERI HÍP er til viðtals á þriðjudögum frá (i—7, i Al- þýðuhúsinu, 4. hæð. UTANFARIR FÉLAGA Óskar Guðnason fór í byrjun febrúar til Leipzig á Þýzkalandi á prentlistarháskóla þar (Staatl. Akademie fúr graphische Kunste und Buchgewerbe zu Leipzig) og tók þátt í 5 mánaða verklegu námsskeiði í setningu, prentun og myndagerð. Auk þess skoðaði hann bókiðnaðarsafn þýzka prentsmiðjueig- endafélagsins (Deutsches Buchmuseum), sem er citt merkilegasta safn í heimi á þessu sviði. Hann gerði sér far um að sjá prentsmiðjur. letursmiðjur, pappírsverksmiðjur, prentlita- gerðir, ,,valsa“verksmiðjuogprentvélasmiðjur. Meðan hann var erlendis, stóð yfir vorkaup- stefnan í Leipzig og innan hennar hin heims- fræga prentvélasýning (Bugra-Maschinen- Messe), þar sem koma fram allar nýjungar í prentvélasmiði. — Óskar kom heim 24. júli, og tók aftur til vinnu i ísafoldarprentsmiðju. Hann er fyrsti maðurinn, sem fer utan sam- kvæmt þeirri tilhögun, er ákveðin var á fundi HÍP um utanferðir prentara. Fekk hann styrk frá HÍP, FÍP og hinu opinbera. Ólafur Sveinsson, vélsetjari í Félagsprent- smiðjunni, fór utan fimmtudaginn l(i. júli til Þýzkalands á ölympiuleikana. Fór hann með íslenzku íþróttamönnunum sem þjálfari þeirra og fréttaritari Morgunblaðsins. Sigurður Str. Ólafsson, vélsetjari i Félags- prentsmiðjunni, fór 22. júli til Þýzkalands og ætlaði að vera viðstaddur Olympiuleikana. Margrét Gestsdóttir, sem vinnur i Ríkis- prentsmiðjunni, fór til Þýzkalands í marz og kom aftur i maílok. Hanna Friðfinnsdóttir, sem unnið hefir undanfarið í Félagsprentsmiðjunni, fór til Svíþjóðar í mai. Guðrún Stephensen, sem vann núna siðast í Félagsprentsmiðjunni, fór i marz til Sví- þjóðar. 25 ÁRA MINNINGARRIT HÍP fæst á skrifstofu HÍP hjá gjaldkeranum.. og kostar 5 krónur.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.