Prentarinn


Prentarinn - 01.06.1936, Blaðsíða 1

Prentarinn - 01.06.1936, Blaðsíða 1
PMENTAMINN . ® BLAÐ HINS ÍSLENZKA PRENTARAFÉLAGS XVI. ÁR REYKJAVÍK, JÚNÍ—JÚLÍ 1936 2.-3. BLAÐ PRENTARAHUGLEIÐINGAR II. Nú liður að hausti. Sumarið hefur, að minnsta kosti hér á Suðurlandi, verið venju fremur sólrikt. ()g veturinn okkar er svo langur og dinunur og oft harður og liryss- ingslegur, að fólkið tekur fegins hencUjdiverj- um hlýjum og fögrum sumardegi, og þá er eins og þaS verði að nýrri og þróttugri manneskjum. Og áhrif þessara daga, ef inenn geta notið þeirra, veitir mönnum auðveldara að bera þunga skammdegisins. Prentarar eru svo lánssamir, að þeir eiga tiltölnlega auðvelt með að njóta sólar og sumars, þó að þeir vinni allt sitt skyldustarf innan veggja. Vinnutiminn er stuttur og sól á lofti ljómar, þegar þeir á daginn koma út að loknu verki. Þeir hafa og langt sumarfrí, sem flestir þeirra nota, eftir fyllstu getu. til þess að fara burt úr borgarrykinu og njóta anganar jarðar og jurta og fegurðar. Enda þeysast þeir um landið, leita uppi fagra staði og mikilfenglega og náttúruundur, klifa á fjöll, klöngrast um liraun, veiða í ám og vötnum, synda, fara á liestbak — og einstaka bregða sér til annara landa. En sumarið liður og það haustar að. Og þá eiga prentarar að minnast þess, hverju það er í rauninni að þakka, að þeir geta notið sumars og sólar. Það eru samtök þeifra: HÍP! Þeir ættu að vera þessa langminn- ngir. A haustin þurfir áhugastörfin að hefjast með nýjuni krafti. Það er varla við því að búast, að fristundum hins stutta sumars sé eytt i inniviniiu, fundi og þviumlikt (nema stjórnarfundi, því að aldrei er hlé á þeim!). Nægilegt er af verkefnum og nú er að- staðan til starfa að mörgu leyti betri en áður. Félagið hefur tekið á leigu herbergi i hinu nýjá Alþýðuhúsi við Hverfisgötu og þar á að verða miðstöð alls ])ess, sem gert er í þágu stéttarinnar. Staðurinn er heppilegur: stutt frá flestum vinnustöðvunum, svo að þangað ættu félagar að eiga hægt með að skjótast til skrafs og ráðagerða. Þar er hið litla bókasafn, sem fljótt þarf að auka vel og bæta — og nota. En það er sérstaklega eitt verkefni, sem þegar i haust og fyrri hluta vetrar og reyndar fram á vor krefst mikillar og góðrar vinnu. Það er undirbúningur 40 ára afmælis Hins islenzka prentarafélags, 4. april 1937! Það er varla vansalaust, hve stéttin hefur á seinni timum gert sér lítið til hátíðabrigða innan sinna eigin vébanda* En nú er tæki- færi og gott tilefni ])ess að rísa úr doðadái og láta verða dagamun í félagslífi preyitara. Ejörutiu ára afmælið þarf að marka skýrt og eftirminnilega i lnign livers einasta manns og konu, sem að prents'lörfum viifua, og jafn- vel fleiri en þeirra. œl En þetta er ekki liægt nema íiieð undir- búningi, miklum og góðum. Og á þessu þarf að byrja strax i liaust. Það vérður að muna, að allir þeir og þær, sem að þessu geta unn- ið, liafa ýmsum öðrum störfum að gegna, nuk prentvinnunnar, og því verður að dreifa undirbúningi hátíðarinnar á margar lierðar og hafa til hans sæmilega langan tima. Væri lil dæmis ekki úr vegi, að kosnir yrðu eða skipaðir 5 félagar til þess að sjá um þetta, ásamt stjórn HÍP. Eitt af því, sem nauðsynlegt væri að gert yrði í sambandi við afmæli þetta, er það, að samdar yrðu greinar, sem lýstu höfuðdrátt- unum i þróunarsögu félagsins og þær birtar i myndarlegu afmælisbláði af PRENTAR- ANUM.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.