Prentarinn


Prentarinn - 01.09.1936, Blaðsíða 1

Prentarinn - 01.09.1936, Blaðsíða 1
PIRENTAIRINN BLAÐ HINS ÍSLENZKA PRENTARAFÉLAGS XVI. ÁR REYKJAVÍK, ÁGÚST-SEPT. 1936 4.-5. BLAÐ PRENTARALÍF í GAMLA DAGA PRENTSMIÐJA „ÞJÓÐÓLFS“ OG SUMARIÐ 1904 Það er fróðlegt og skemmtilegt fyrir yngri meiui stéttarinnar að kynnast hög- um og háttum i lífi yrentara fyrr á timum og ætti að gera mikið meira að Jmi en gert hefur verið að fá hina eldri félaga til l>ess að skýra frá ýmsu úr reynslu Jieirra, sem annars mundi týnast og gleymast, en er J>ess vert, að J>vi sé haldið til liaga. Menn sjá það oft ekki fyrr en um seinan, að gömlu félag- arnir eiga margt í minningunni, sem þeim kannske finnst varla ástieða til að halda á lofti eða athuga ekki að geti verið einhvers virði. Þannig eru t. d. timarnir fyrir og um stofnun IIÍP mjög óljósir yngri mönnunum oq þyrfti þar að grafa upp margt og skýra Frá árunum 1904 og ’05 á ég margar endur- minningar, einkum þó sumrinu 1904. Er það eitthvert það mesta „sport“-sumar, sem ég hef lifað síðan ég fór að fást við prentverk. Það sumar stunduðum við, sem í prentsmiðj- unni unnum og á myndinni sjást, allmikið veiðiskap á sjó og höfðum m. a. lirognkelsa- net um vorið og fram á sumarið. Þó tók Jó- hann sál. Kristjánsson engan þátt i því, enda var hann ekki i prentsmiðjunni, þótt hann væri lienni ailmjög viðkomandi sem af- greiðslumaður Þjóðólfs og hjálpaði til að „brjóla hlaðið upp“, sem kailað var, þegar Þjóðólfur var prentaður. En pressan var ekki stærri en svo, að eigi var unnt að prenta nema eina siðu í einu. Var þá blaðið venjulega brotið þannig um, að fyrsta og önnur siða voru brotnar um og gengið hreint frá þeim í beinu framhaldi, eii greinar aldrei byrjaðar á fyrstu síðu og látnár svo vera i framhaldi á 3. eða jafnvel 4. siðu, eins og nú tíðkast. Var því 2. síðan æfinlega prentuð fyrst, eða 3. síðan, sem þó kom sjaldnar fyrir, því verið var að ganga frá henni meðan 2. siðan var prentuð, sem venjulega tók 2 tíma, þegar snú- ið var með liandafli. En svo fengum við makalausan mótor, sem sneri pressunni svo hratt, að undrum sætti. Upplag Þjóðólfs var meðan þeir, sem þá muna, eru í fullu fjöri. þá í kringum 2400 og man ég eftir því, að einu sinni sneri „mósi“ undir upplaginu á 55 mínútum. Þurfti þá að hafa hraðar hendur að leggja i, því að tafsamt varð stundum, ef „fór á valsana“, þar sem liraðinn var svo mikill, þvi örkin tættist um alt, jafnvel alla leið up]3 í „farfaverk“. En dálitill gaili var á þessum góða grip, mótornuin. Þetta var liggj- andi mótor“, sem svo var kallaður, og hitaður með glóðarlampa, sem alltaf öðru hvoru þurfti að vera að „pumpa“, svo að ekki sloþknaði á honum; jafnvel sitja við lamp- ann langan tíma og gæta hans,þvi allt liristist og skalf, en kæmi það fyrir, sem stundum har við, fyltist allt af reyk, mótorliausinn kólnaði, mótorinn liægði á sér og gerði svo alveg verkfall, ef ekki var úr bætt í tíma. En þetta var þó ekki aðalgallinn. Bulla var í mótor þessum, eins og öðrum mó- torum. Voru á bullu þessari þrjú gróp, sem í áttu auðvitað að vera stálfjaðrir. En því var ekki hér að heilsa. Var ekki stál- fjöður nema í einu grópinu, en liina þurfti að „pakka“. Var „pakkað“ með asbest og harið vel og vandlega, svo þétt yrði. En þar sem nú hraðinn var svona mikill og bullan gekk liratt út og inn, vildi hún rífa úr sér „pakkn- inguna“ og var þá „skrattinn laus“, þegar

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.