Prentarinn


Prentarinn - 01.09.1936, Blaðsíða 7

Prentarinn - 01.09.1936, Blaðsíða 7
PRENTARINN 19 að taka hana af okkur. Þó kom samt að því, að hann kvaðst ekki þurfa frekari sannana við, og er sú saga þannig: Þegar Jeið á sumarið (mig minnir, að það væri komið eitthvað fram í ágústmánuð) gerði norðanrok allmikið. Stóð veðrið beint upp á Klapparvörina og varð flóðhátt mjög. Vorum við búnir að biðja einhverja, er þarna áttu' báta, að kippa bátnum ofurlítið upp, ef undir hann félli, en sjálfir höfðum við sett hann svo hátt upp, að við bjuggumst ekki við, að flóðfarið yrði hærra. Nú gekk hann í norðanveðrið og vildi þá svo illa til, að aft- asta hlunn stjórnborðsmegin tók undan og féll sjór nokkur undir bláskut bátsins. Stór- streymt var lika og átti það sinn þátt i, að svo flóðhátt varð, ásamt rokinu. Sveinn var á eftirlitsferð eins og oftar að líta eftir bátn- um og rak hann augun i þetta og þótti það, sem von var, ekki gott. Þegar þeir Guðmundur og Gunnlaugur hættu vinnu í prentsmiðjunni um kvöldið kl. 7, ákváðu þeir að fara heim til Gunnlaugs og gera við seglið á bátnum, sem enn einu sinni hafði bilað i einhverri sjóferðinni. Tek ég hér orðrétta frásögn Guðmundar um þennan at- burð og er lnin á þessa leið: Það fyrsta, sem við gerðum, þegar við kom- um inn eftir á Vatnsstig 10, var að athuga, hve mikið seglið væri rifið, eða réttara sagt, hvort það myndi svara kostnaði og fyrirhöfn að reyna að rympa það saman enn einu sinni; margan sauminn vorum við Gunnlaugur, og þó einkum liann, búnir að taka í það. Jú, við skoðuðum nú se’glgarminn og komumst að þeirri niðurstöðu, að ennþá væri víst bezt að reyna við það, enda þá svo langt liðið á ver- tið okkar, að skil á bátnum stóðu svo að segja fyrir dyrum. Við tókum þvi strax til starfa, er inn eftir kom, en varla gat heitið að við værum búnir að þræða nálarnar, sem við ætl- uðum að rympa seglið með, er Sveinn gamli vindur sér inn á blettinn og var nú ekki neitt bliður á brúnina; hóf liann þegar mál sitt á þessa leið: ,.Jæja þá, piltar! Nú þurfið þið vonandi ekki að þræta lengur. Báturinn ligg- ur flatur i fjörunni, fullur af skíl og — adiu!“ Stakk karl svo höndunum fyrir aftan bak og rigsaði snúðugt á burt án þess að mæla fleira við okkur. En okkur brá svo við ]>essi tiðindi, að algert verkfall varð hjá okk- ur í bili. Við þutum þegar í stað niður í Klapparvör og var þá báturinn eins og áður er lýst og hafði hann alls ekki fallið á hlið- ina eða neitt orðið að honum. Snerum við þá aftur upp á Vatnsstíg 10, lukuin við að rympa saman seglið, fórum með það niður í bát og skiluðum af okkur „úthaldinu" eins og það lagði sig til, enda mun þá ekki hafa verið siðar vænna, því að liefði kænunni þá ekki verið skilað til eigandans, mundi hún liafa verið tekin af okkur með fógetavaldi, og mundum við þá að engu hafa verið bættari. Svona er nú saga okkar þetta eina sumar, sem við vorum útgerðarmenn. Hún er ekki löng, en all-viðburðarik og marga ánægju- stundina höfðum við i sambandi við þessa útgerð og það sem af lienni flaut, og átti kæn- an góða og framkoma Sveins gamla ekki hvað sízt sinn þátt í því. Vinnutími i prentsmiðjum um og eftir alda- mótin var viðast hvar eða alstaðar eins: 10 timar. Þó man ég ekki um prentsmiðju I). Östlunds, enda var hann adventisti og hélt laugardaginn heilagan. Á morgnana var vinna hafin kl. 7, eins og áður er sagt, og vinnu- hættur á sama tima að kvöldi. Tvær klukku- stundir voru til matar, kl. 10—11 f. h. og 3—4 e. h. og venjulegast var mönnum fært kaffi eða þeir fengu sér einliverja hressingu eftir hádegisbilið og kl. 5-—6 e. h. Vinnan sjálf var þvi 10 klukkustundir, en ekki var dreginn frá sá tími, sem fór til kaffidrykkju. Kaup manna, er við prentverk unnu, var á þessum árum fremur lágt að krónutali, mið- að við nútímann. Margir unnu — að minnsta kosti i stærri prentsmiðjunum, ísafold og Fé- lagsprentsmiðjunni — upp á tiltölulaun (,,akkorð“) og þótti allgolt kaup að hafa 18— 20 kr. á viku. Hjá okkur i Þjóðólfi var þetta sumar, sem um er að ræða, enginn upp á tiltölulaun, enda við ekki nema þrir og dreng- ur sá fjórði, en tvö árin næstu á undan höfðu unnið hjá okkur um tíma — þó ekki nema annar i einu — Guðjón Einarsson og Sigurð- ur Grimsson. Voru þeir tiltölulaimamenn og

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.