Prentarinn


Prentarinn - 01.09.1936, Blaðsíða 6

Prentarinn - 01.09.1936, Blaðsíða 6
18 PRENTARINN minnsta kosli teinana", bætti liann við. „Ég býst nú við, að hitt sé orðið ónýtt“. Þetta reyndist og svo. Næsta laugardagskvöld framkvæmdum við þetta með góðum árangri, því við fundum netin og náðum þeim upp. Var þá talsvert í þeim af hrognkelsum. En það fór eins og Gunnlaugur hafði spáð: Net- in voru orðin gersamlega ónýt, að minnsta kosti virlist okkur svo, en teinarnir voru al- veg útgerðir. Síðast man ég það eftir neta- dræsunni, að ég sá hana liggja á blettinum við hús Gunnlaugs á Vatnsstíg 10. Margar ferðir og skemmtilegar voru farn- ar af okkur á kænu þessa.ri um sumarið. Stundum vorum við þessir þrir þó ekki allir með, en æfinlega var samt einhver okkar jjriggja í kænunni, ef lnin á annað borð var sett á flot af öðrum en Sveini sjálfum. T. d. var það sunnudag einn, að Guðmundur og einhverjir vinir hans (það voru þeir Jónas Magnússon bókbindari og Jón bróðir hans) hrundu gnoðinni á flot og fóru í skemmti- siglingu um Reykjavíkurhöfn, sem þá var ekki ótítt að unglingar gerðu. Um morgun- inn hafði hafrannsóknaskipið „Thor“ komið til hafnar í ltvík og varpað þar akkerum. Sigldu þeir fram hjá þvi, en skipsmenn köll- uðu á þá og spurðu, hvort þeir vildu ekki í soðið. (Ég man nú ekki, hvorl þeir áttu að gera eitthvað fyrir skipsmenn, flytja mann í land eða eitthvað þessháttar.) Þeir játuðu boðinu og lögðu að síðu skipsins. Höfðu þeir allmikið af nýrri skötu á þilfari og ýmsum öðrum fisktegundum, er þeir höfðu fengið í botnvörpu sína. Hálfhlóðu þeir nú bátinn af þessum fiski og eiginlega meira en góðu hófi gegndi, þvi báturinn lagði æfinlega dálítið af seglfestu til sjálfur, þar eð hann var ekki það, sem maður getur kallað beint pottþétt- ur. Dálítill slampandi var og ekki laust við súg í Klapparvör, en þar átti að lenda með aflann. Gekk það allt prj'ðilega, því menn- irnir voru hinir ötullegustu. En svo slysa- lega tókst til á leiðinni í land, að austur- trogið flaut eða tók út og liöfðu þeir ekki meira af því. En hafi nokkur fleyta illa mátt án austurtrogs vera, þá var það þessi. Sveinn leitaði og allra bragða til að taka kænuna af okkur, jafnvel þó á miðri vertíð væri, og gekk honuin víst .gott eitt til: bæði að við kynnum ekki með bát að fara, svo að hætta væri ef til vill á, að við dræpum okkur, og svo líka hitt, að við vorum búnir að borga leig- una. Vissum við nú, að hann mundi komast fljótlega að þyí, að austurtrogið var gengið fyrir ætternisstapa, og heimta nú allan rétt sinn. Varð það því að samkomulagi með okk- ur þremenningunum, að Guðmundur skyldi smíða nýtt austurtrog, en hann töldum við mestan trésmiðinn. Gerði hann það. Dag einn vindur Sveinn sér sem oftar inn í prentsmiðju til okkar (en þangað kom hann oft). Sýndist okkur fyrst dálítill móður á karli, svo að Guðmundur snýr sér að honum og segir: , Jæja, Sveinn minn. Þá ertu nú bú- inn að fá austurtrogið". „Já“, segir Sveinn. „Ekki get ég neitað því. En ekki sýndist mjer það nú neitt fínpússað". (Hann sagði reynd- ar „púþþað“, því að liann var smámælt- ur.) En það verð ég að viðurkenna, að þar liafði Sveinn rétt fyrir sér, því aldrei á æfi minni hef ég séð annað eins austurtrog. Það var ferhyrndur stokkur og engin austur- trogsmynd á. En Sveinn varð nú að gera sér þetta að góðu og þar við sat. En sjálfsagt hefur gamli maðurinn liugsað sitt í liljóði. Nokkrum sinnum um sumarið fórurn við i fiskiróður á kænu þessari og eina nótt lágum við Gunnlaugur úti. Sigldum þá um nóttina vestur um allan sjó, þvi að allgóður seglvind- ur var, en varlega urðum við þó að sigla, svo að ekki hlytist verra af, þvi að aldrei var gnoðin eða seglaútbúnaður tryggur, eða að minnsta kosti svo, að við þyrðum að treysta honum. Þessa nótt, sem við lágum úti, var Guðmundur ekki með, en við höfðum „bjak- ann í bandinu“, sem kallað var i gamla daga, og leið okkur ljómandi vel um nóttina. Rend- um við nokkrum sinnum fyrir fisk þessa nótt, en fremur öfluðum við litið; nokkra þyrskl- inga fengum við þó og varð bezta fiskimiðið hjá okkur þá, eins og reyndar oft endranær, Hásteinahrókur, en hann er eða var að norð- anverðu við Örfirisey. Yeit ég að margir gamlir prentarar kannast við það nafn. Ula gekk Sveini að ná frá okkur kænunni, enda þótt liann hefði sig nokkuð í frammf til þess og reyndi að finna ýmsar átyllur til

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.