Prentarinn


Prentarinn - 01.09.1936, Blaðsíða 5

Prentarinn - 01.09.1936, Blaðsíða 5
PRENTARINN 17 prentkoslnaðinn og þá lætur enginn prenta — það skapar atvinnuleysi — það er verst fyrir ykkur sjálfa. Þetta er gamli sónninn. Við þekkjum hann. Og svör okkar eru: Timarnir eru erfiðir, það er satt, svo erfiðir fyrir okkur, að við getum ekki lifað á lágmarkslaunum, jafnvel þó prentsmiðjueigendur af „hjartagæzku“ sinni liafi bætt þau upp með túkalli á viku og vindlakassa um jól. Lifsnauðsynjar, sér- staklega allur smærri nauðsynjavarningur hefur liækkað gífurlega og kaupmenn nota innflutningshöftin til þess að okra á vörunni. Skattarnir hafa hækkað mikið. En prent- smiðjurnar skila eigendum sinum siauknum ágóða, og auka umsetningu sína með ári hverju. Nýjar prentsmiðjur rísa upp; kannske leggja auðmenn peninga sína í þær til þess að halda liftórunni í prenturunum!! Við borg- um yfir lágmark, segja atvinnurekendur. En við krefjumst þess fyrst og fremst að fá það hækkað. Og svo ef þeir skyldu nú fara að tapa á prentsmiðjunum. Til að koma í veg fyrir það held ég væri þjóðráð fyrir þá, að reikna verkin eftir verðskránni i stað þess að bjóða hver niður fyrir annan — á laun — hver sem betur getur. Þetta eru svör okkar; þau eru köld og ákveðin og þannig verður lika barátta okkar fyrir þessu þýðingarmikla hagsmunamáli stéttarinnar að verá. Við síðustu samninga lögðum við aðal- áherzluna á kjarabætur nema og prentkvenna og unnum mikið á. — Nú er röðin aftur komin að prenturum sjálfum og við skulum sigra. Stefán Ögmuiiilsson. GESTUR ÁRNASON ÞRJÁTÍU OG ÁTTA ÁRA STARFSAFMÆLI 1 haust eru 38 ár síðan Gestur Árnason gekk inn á braut hinnar „svörtu listar“. Hann byrjaði nám í „Dagskrár“prentsmiðju um liaustið 1898, en vann siðan i „Aldar“prent- smiðju að mestu þar til haustið 1904, að hann gerðist starfsmaður i Gutenberg, sem þá var að taka til starfa, og þar hefur hann unnið síðan. Gestur gekk i HÍP 19. mai 1905. Gestur Árnason er einn af hinum gamla skóla, sem gerði kröfu til þess, að menn kynnu allt, er að prentiðn laut. Hann hefur jöfnum höndum verið setjari og prentari, og ]ió lengst af prentari síðan hann kom í Gutenberg. Gestur er ágætur vinnufélagi, liðtækur og lagvirkur í bezta lagi, jafnan kátur og fyndinn, svo að við er brugðið, og mjög skyldurækinn um öll sín störf. Hann liefur verið umsjónarmaður Piíkisprentsmiðjunnar frá því hún tók til starfa og farið það ágæt- lega úr liendi. Gestur Árnasou er áhugasamur um fé- lagsmál, sækir að jafnaði fundi, kanh vel að greina kjarna hvers málefnis og er glögg- skyggn á það, sem stéttinni er til framfara og þroska. af milli Akureyjar og Örfiriseyjar og þar í kring, en að siðustu fluttum við þau inn að Rauðarárskerjum og þar sukku þau einn góð- viðrisdag nokkru eftir Jónsmessu. Þegar við eitt kvöldið ætluðum að fara að vitja um, voru þau gersamlega horfin og sást ekki vott- ur af þeim: duflin hvergi sjáanleg. Var nú ilt í efni og þótti okkur þetta lítill heiður fyrir útgerðarmenn eins og okkur að hafa týnt veiðarfærunum og það alveg upp í landsteiuum um hásumarið. Auðvitað höfðum við miðin og var það Viðey ytri um Skóla- vörðuna eða eitthvað þessháttar, en það var ekki einhlítt. En Gunnlaugur kvaðst hafa ráð undir rifi hverju, þegar i laud kæmi, og skyldum við nú ganga úr skugga um, hve ráðkænn og slyngur hann væri, þegar leysa skyldi vandræði okkar útgerðarmannanna. Við skyldum bara linýta þrjá stóra öngla neð- an á sama snærið, hafa svo sökku á og slæða fram og aftur. „Bara slæða“, sagði hanu, „þá liljótum við að finna netaskammirnar. Að

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.