Prentarinn


Prentarinn - 01.09.1936, Blaðsíða 2

Prentarinn - 01.09.1936, Blaðsíða 2
u PRENTARINN slíkt kom fyrir, en það var æði oft, og oft þegar verst stóð á. Var þá ekki um annað að gera en taka bulluna úr og „pakka“ á ný. Varð þá heldur en ekki stöðvun á préhtuninni og kom það sér oft illa, þegar verið var að prenta blaðið, sem þurfti að vera búið i bæ- inn kl. 2. En oftast nær draslaðist það nú einhvern veginn af, en mörgum svitadropan- um kom sú horngrýtis bulla út úr vini mín- uni Gunnlaugi 0. Bjarnasyni og reyndar fleirum. Annars á mótor þessi sér ekki ómerkilega sögu. Var hann vist með fyrstu mótorum, sem komið hefur liingað til landsins og átti Eyjólfur heit. Þorkelsson úrsmiður hann. Átti f.vrst að nota hann í Isafoldarprentsmiðju, en þar reyndist hann of kraftlaus til að snúa pressunni, enda hafði hann ekki nema % hestafls. Svo átti hann að framleiða ljós í ísáfohlarprentsmiðju, en ekki blessaðist það heldur og seldi svo Eyjólfur Hannesi Þor- steinssyni mótorinn til að snúa undir Þjóð- ólfi og gekk |>að vel um skeið, eins og áður -er sagt. En endalok hans urðu þau, að hann sprakk. Var þá verið að prenta, er það skeði, og varð heldur en ekki hlunkur, þegar höfð- inginn sagði skilið við þcnnan lieim, þvi að bullan tættist í smáagnir og mesta mildi að slys hlauzt ekki af. Eins og ég gat um áðan, var þetta sumar (1904), hið mesta „sport“-sumar hjá okkur. Höfðum við bát á leigu um sumarið og var ýmislegt spaugilegt í sambandi við þá báts- leigu. Okkur var lika nauðsynlegt að hafa sjálfir yfir bát að ráða að einhverju eða öllu leyti, ef veiðiskapurinn átti að vera i lagi. Maður er nefndur Sveinn. Hann bjó inni i Skuggahverfi og átti kænu dálitla. Þekktum við liann og það að góðu einu, enda var hann vandaðasti og bezti karl, en smáskritinn stundum. Vildi hann gjarnan leigja okkur kænu þessa um sumarið, en með þeim skil- málum þó, að hann mætti nota hana á dag- inn, er hann þyrfti. Var og ekkert því til fyrirstöðu, þar eð við ekki gátum notað kæn- una nema á kvöldin, þar sem við urðum að stunda vinnu okkar á daginn, en vinnutim- inn var ])á frá kl. 7 á morgnana til kl. 7 á kvöldin, svo að þess vegna þurfti þetta ekki að rekast á, enda man ég ekki eftir að slikt kæmi fyrir. Nú áttu þeir Guðmundur og Gunnlaugur báðir heima inni í Skuggaliverfi, en ég veslur í Einholti; Sveinn átti Iika heima þar inn frá, eins og áður er sagt. Var því ekki nema eðlilegt að uppsátur okkar yrði þar og ákváðum við því að hafa kænuna inni i Klapparvör, þ. e. fyrir neðan „Völund“. Voru þar á þeim árum margir bátar og viss- um við, að ef eitthvað kæmi upp á, veður spilltist eða þviumlíkt, mundi verða litið eftir bátnum, þótt við ekki værum viðlátnir í svip- inn. Reyndist það og svo. Ekki man ég nú, hve leigan fyrir bátinn átti að vera há yfir sumarið, en þó minnir mig hún væri eitthvað 4 eða 5 krónur. Þetta varð þvi að samninguin með okkur og Sveini og leigðum við bátinn af honum og áttum að mega að fara að nota hann úr þvi lokin væru liðin hjá (11. mai), enda hrognkelsi ekki gengin inn að Eyjum (Akurev og Örfirisey) öllu fyrr. En lengra gátum við varla vitjað um hrognkelsanet vegna timaleysis okkar. Helzt minnir mig þó, að við einhverra orsaka vegna ekki byrjuðum þennau veiðiskap okkar fyrr en undir mán- aðarmótin maí og júní. Minnir mig lielzt, að það stafaði af því, að báturinn væri ekki til- búinn fyrr, þyrfti að mála hann að innan o. fl. Jæja, loksins rann upp sú hátíðlega og mikla stund, að við þessir þrir: Gunnlaugur, Guðmundur og ég, yrðum útgerðarmenn. Að vísu vorum við á leigugnoð, en „sér eignar smalamaður féð, þótt enga eigi hann kind- ina“, og eins var með okkur. Sveinn tilkynnti okkur hátiðlega og ekki með öllu laus við fjálgleik, að nú stæði báturinn reiðubúinn niðri í fjörunni milli steinbryggjunnar og Brydes-verzlunar. Bátnum sagði karl að fylgdu tvær árar, segl, fokka og austurtrog. Hann væri nýmálaður að innan, gulur, og yfirhöfuð svo vandaður og vel frá honum gengið að leitun væri á öðru eins. Bað hann okkur nú með mörgum fögrum orðum að fara vel með bátinn og ekki ofbjóða honum, hvorki með of mikilli siglingu né öðru lmjaski, því |)á kvaðst karl mundu neita rétt- ar síns og taka aftur af okkur bátinn, enda þótt við værum þegar búnir að borga leig- una. Hétum við öllu góðu hér um.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.