Prentarinn


Prentarinn - 01.09.1936, Blaðsíða 3

Prentarinn - 01.09.1936, Blaðsíða 3
PRENTAIIINN 15 Jóhann Kristjánsson stendur við gluggann og les i hlaði. Sveinbjörn Oddsson hægra megin við pressuna, en Gunnlaugur Ó. Bjarnason vinstra megin. Guðmundur Gunnlaugsson stendur við kassann, og svo sésl aðeins kollurinn á Kláusi Hannessyni, bak við Guðmund. Eftir vinnuhættur uni kvöldið var svo liaidið til strandar, bæði til að skoða bátinn og sigla honum inn i Klapparvör. Reyndar gat nú varla verið um siglingu að ræða, þvi svo mátti heita að varla stæði segl. Okkur leizt ekki sem verst á gnoðina, en sterkleg virtist hún ekki vera. Satt var það, sem karl liafði sagt. Báturinn var nýmálaður að inn- an, tvær árar, segl, fokka og austurtrog fylgdu Ofurlítil úðarigning var á. Við hrundum nú gnoðinni á flot og gekk það vel, enda þótt við værum ekki nema þrir, en setningur iiæg- ur og undan brekku. Er á flot var komið, var strax mastrað og segl og fokka þajiin, enda þótt logn mætti lieita. Mig minnir að Gunnlaugur settist undir stýri, enda var liann vist mestur og beztur sjómaðurinn af okkur þreniur. Ekki man ég, hvort „damlað“ var undir, en þó hygg ég að svo hafi verið, vegna þess, sem á eftir kom, því þegar við komum út á miðja höfn, rifnaði seglið, og mun það liafa stafað af því að ferðin hefur orðið of mikil á bátnum vegna róðursins og seglið þvi ekki þolað þennan fluggang! Þarna sámn við nú, hvað allt var sterkt og vel frá öllu gengið, en þó komumst við betur að raun um það síðar. Og því skal ég bæta við strax, að ekki veitti af austurtroginu. — Við feldum nú mastrið og rerum inn eftir. Einhver færi höfðum við með okkur, því við rendum snöggvast, er við konnnn inn að Kolbeins- haus, en það er hár klettur eða réttara sagt sker, miJii Klapparvararinnar og eystri hafn- argarðsins. Heldur var nú saint smátt um veiðiskapinn. Þó minnir mig, að við fengjum þarna nokkur ufsaseyði, en að minnsta kosti

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.