Prentarinn


Prentarinn - 01.12.1936, Blaðsíða 1

Prentarinn - 01.12.1936, Blaðsíða 1
PMENTAMNN BLAÐ HINS ÍSLENZKA PRENTARAFÉLAGS XVI. ÁR REYKJAVÍK, NÓV.-DES. 1936 7.-8. BLAÐ SAMNINGARNIR FUNDAIÍSAMÞYKKTIR HÍP 22. NÓV. 1936. Á fundi HÍP 27. sept. 1930 voru kosnir 5 menn í nefnd til þess að undirbúa næstu samninga. Þeir skiluðu áliti sínu 22. nóv. á mjög fjölmennum fundi, og eftir miklar um- ræður og einróma voru kröfur þessar sam- þykktar og þær síðan birtar i bréfi til FIP og Rikisprentsmiðjunnar Gutenberg 23. nóv. en það var svohljóðandi: „Fundur í Hinu íslenzka prentarafélagi, haldinn 22. þ. m., samþykkti að fara fram á að gerðar yrðu eftirfarandi breytingar á nú- gildandi samningi milli Félags íslenzkra prentsmiðjueigenda og Rikisprentsmiðjunnar Gutenberg og Hins islenzka prentarafélags: Við I. kafla. 1. gr. orðist svo: Vinnutími í prentsmiðjum skal vera sem hér segir: a. Dagvinnutimabil skal vera 8 stundir frá kl. 8—17. Matmálstími skal vera ein stund frá kl. 12—13. Kaffitími skal vera 15 mín. fyrir hádegi og 15 mín. eftir hádegi. b. Kvöldvinnutimabil skal vera 7 stundir, frá kl. 17—24. Matmálstimi skal vera hálf stund um kl. 20. 2. gr. orðist svo: a. Aukavinna á dagvinnutimabili: Þrjár fyrstu stundirnar, frá kl. 17—20, borgist með viðbótinni 50 á hundrað. Aukavinna eflir þann tíma (kl. 20—8) borgist með 100 á hundrað. Tveggja stunda aukavinna fyrir vinnubyrj- un kl. 8 borgist með viðbótinni 50 á hundrað. b. Aukavinna á kvöldvinnutímabili borgist með 100 á hundrað, miðað við tímakaup við- komanda á dagvinnutímabili. c. Vinna á helgidögum og frídögum borgist með viðbótinni 100 á hundrað miðað við tíma- kaup viðkomanda á dagvinnutimabili. Skipting á vinnutímabili er ekki leyfileg. Aukavinna skal jafnan unnin af sveinum. Þó má taka nemendur til hjálpar, ef brýn nauðsyn krefur. Við 4. gr.: Fyrir orðin: „í þjónustu atvinnurekenda“ komi: í sömu prentsmiðju. Við 5. gr.: Við frídagana bætist: 1. mai. Vio II. kafla: Allar kauptölur í 1. málsgr. 10. greinar hækki um 15%. Önnur og síðasta málsgr. 10. greinar falli burt. Við V. kafla. 49. gr. orðist svo: Samningur þessi gildir frá 1. janúar 1937 til 31. desember 1937. Væntum vér þess, að þér takið tillögur þessar til athugunar hið fyrsta og tilkynnið okkur að því loknu, livenær þér eruð tilbúnir að hefja umræður við okkur um þær.“ BRÉF FÍP OG RÍKISPRENTSMIÐJUNNAR. Tuttugu og cinum degi síðar (12. des.) en bréf vort var sent, fekk HÍP eftirfarandi bréf frá stjórn Félags íslenzkra prentsmiðjueig- enda og Ríkisprentsmiðjunni: „Við höfum móttekið bréf yðar, dags. 23. nóv. Höfum vér athugað óskir ykkar um breyt- ingar á núgildandi samningi. 1. Viovíkjandi óskum ykkar um stytting vinnutimans viljum við benda á, að eins og nú standa sakir er siður en svo að atvinnan sé of lítil fyrir þá menn, er hana stunda, og ekkert bendir til þess, að breyting verði á því. Virðist oss þvi, að óskir ykkar í þessu efni myndu leiða til aukningar á aukavinnu, sem livorki er æskilegt frá ykkar sjónarmiði né prentsmiðjanna. Við gætum út af fyrir sig skilið það, að fram kæmu óskir um stytting vinnutímans, ef prentarar í nágrannalönd-

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.