Prentarinn


Prentarinn - 01.12.1936, Blaðsíða 4

Prentarinn - 01.12.1936, Blaðsíða 4
PRENTARINN ALÞYÐUHUS REYKJAVIKUR Þetta hús er ein veglegasta byggingin í borginni. Það er byggt í „funkisstíl". Byrjað var á smíðinni 31. maí 1935 og verkinu lokið á tæpu ári. Þórir Baldvinsson gerði teikning- arnar, Kornelíus Sigmundsson tók verkið að sér, en Tómas Vigfússon var yfirsmiður. Með byggingu þessa húss er lokið langri baráttusögu verklýðsfélaganna í Reykjavik fyrir viðunanlegum samastað handa einum merkasta og sterkasta félagsskap í landinu. Samtökin höfðu orðið að vera á hrakhólum með alla starfsemi sina frá stofnun sinni, og háði það auðvitað heilbrigðri framþróun þeirra mjög tilfinnanlega og á margan hátt. Hér fer á eftir lýsing af húsinu: Rúmmál byggingarinnar er alls 55 hundruð rúmmetrar. Hæð hússins er fimm hæðir og kjallari með Ingólfsstræti, en fjórar hæðir og kjallari með Hverfisgötunni. Þar eð húsið stendur í talsverðlnn liaila, er kjallarinn sama og ekki í jörðu við neðri enda þess við Hverf- isgötu, en þar er gengið inn í fundarsal luiss- ins, sem er í kjallaranum, og ætlaður fyrir smærri fundi. Tekur liann 132 manns í sæti. Lengd hússins með Hverfisgötu er 25,26 m., með Ingólfsstræti 16,85 m. Breiddin er með Hverfisgötu 10:37 m., með Ingólfsstræti 11,00. Kjallari hússins er þó byggður yfir alla byggingarlóðina, en hún er alls 25,26x16.85 fermetrar. En í kjallaranum er auk þess, sem áður er getið, prentvélasalur, stórt eldhús, snotur veitingasalur, mjög fullkom,- in miðstöð, sem brennir kolasalla og hitar allt lnisið, sumpart og að mestu leyti með vatni um venju- lega miðstöðvarofna og sumpart með heitu lofti, sem dælt er um samkomusal og veitingastofur. Tæki þessi dæla líka 'hreinu Tofti um þennan hluta hússins. Þá er enn- fremur í kjallara hússins all-stórt geymsluherbergi og herbergi fyrir pappírsgeymslu, fatageymsla, snyrt- ingarherbergi, salerni og klefi með áhöldum fyrir steypiböð. Á fyrstu hæð fyrir ofan kjallara eru húsakynni prentsmiðjunnar. Er gengið inn í þau frá Hverfis- götu, um sömu dyr og gengið er inn í fundarsalinn. Hér er herbergi fyrir setjara- vélar, setjarasalur, herbergi fyrir bókhald, afgreiðslu, prófarkalestur, blýbræðslu, bið- herbergi fyrir blaðadrengi, auk ytra og innra fordyris. Úr prentsmiðjunni má ganga út á þak fundarsalsins. Þessi hluti götuhæðar hússins er alveg skilinn frá þeim hluta henn- ar, sem að Ingólfss'træti veit. En í þeim hluta götuhæðar er sölubúð Pöntunarfélags verka- manna í horni hússins með tilheyrandi skrifstofu og geymslu og snyrtiklefa. Til vinstri handar í aðalfordyri hússins, sem veit út að Ingólfsstræti, er allstór veitinga- stofa. | A 2. hæð hússins eru skrifstofur verklýðs- félaga og Alþýðublað'sins. Á þeirri hæð eru og herbergi Vinnumiðlunarskrifstofunnár o. fl., en á 4. liæð er skrifstofa Hins ísl. prentarafé- lags. Auk þessa eru ýmsar aðrar skrifstofur í húsinu, en efst uppi liefur Alþýðusamband íslands skrifstofu sína. Alt húsið er byggt úr járnbentri steinsteypu og er einangrunarlag einfalt úr íslenzkum vikurplötum í öllum útveggjum, en tvöfalt í þaki. Hliðar hússins eru húðaðar með muln- ingi úr kvarzi og hrafntinnu. í húsnefndinni eru OddurÓlafsson, Ingimar Jónsson og Jón A. Pétursson. Þeir hafa leyst feikna starf af höndum. En aðalhvatamaður þess, að nú var hafizt handa, mun hafa verið prentari, Hallbjörn Halldórsson.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.