Prentarinn


Prentarinn - 01.12.1936, Blaðsíða 3

Prentarinn - 01.12.1936, Blaðsíða 3
PRENTARINN 27 f ÞORVARÐUR PRENTARI LÁTINN Hann andaðist voveiflega 13. október síð- astliðinn, fannst örendur í flæðarniálinu við Kveldúlfs-bryggju. Þorvarður var hniginn á efra aldur, er hann féll frá, tæpum þremur árum miður en sjötugur. Hafa æfiatriði lians verið rakin áð- ur í PRENTARANUM, 5. tbl. III. árs, og vís- ast til þess um það, er ekki verður getið hér, og til þess, er rakið hefur verið nú í öðrum blöðum af tilefni fráfalls hans. Prentarar munu jafnan minnast Þorvarðs heitins sem eins af merkustu mönnum stétt- ar sinnar. Hann var einn af stofnendum Hins íslenzka prentarafélags og mun liafa átt drjúgan þátt í að kenna þeim félagsskap ung- um þann veg, sem hann átti að ganga, til þess að þegar liann eltist, skyldi hann ekki af honum beygja. Hann skildi manna bezt, hversu lifsnauðsynlegur verklýðsfélagsskapur er vinnandi mönnum, og þó að hann starfaði í atvinnurekandaaðstöðu meira en helming starfsæfi sinnar, gleymdi hann aldrei aðstöðu verkamannanna. Mun óhætt mega þakka því að verulegu leyti, hvað prenturum hefur áunnizt af kjarabótum á þeim nær fjörutíu árum, sem prentarar hafa barizt fyrir þeim með eigin verkalýðssamtökum. Hann skildi og manna bezt, að verkamönnum er einnig nauðsynlegt að standa á verði um hagsmuni sina á sviði stjórnmálanna, því að andvíg stjórnarvöld geta vitanlega gert liverja kjara- bót að engu með opinberum álögum og rétt- arskerðingum. Þorvarður gerðist því einn af fyrstu forvígismönnum jafnaðarstefnunnar hér á landi og stóð framarlega í flokki jafn- aðarmanna, Alþýðuflokknum, er hann liafði verið stofnaður, var í kjöri fyrir liann bæði i Reykjavík og við landskosningar, og mun hann, þótt eigi auðnaðist honum að ná kosn- ingu til löggjafarstarfs, hafa átt eigi lítinn þátt í að afla flokki sínum fylgis, þvi að hann var vinsæll maður. Á síðari árum dró hann sig í hlé frá opinberum afskiptum, enda tek- inn að mæðast og aðrir teknir við forustu. Þorvarður heitinn vann enn í prentsmiðj- unni Gutenberg, er hann lézt, og hafði hann veitt henni forstöðu frá stofnun hennar og til þess, er hún var seld ríkinu, en síðan vann hann í skrifstofu prentsmiðjunnar að bók- haldi og umsjón með pappírsverzlun prent- smiðjunnar. Þorvarður heitinn var að ýmsu leyti undar- lega samsettur maður að eðlisfari. Hann var öðruin þræði lífsglaður maður, sem liafði yndi af glaðværu samneyti manna, og þessi lífsgleði hans mun hafa dregið liann að fé- sýslustörfum; liann hafði yndi af lífi og fjöri, hvar sem það birtist, og einnig af danzi fjár- munanna, en liann skorti þá harðneskju, sem fésýsla útheimtir, því að hann var góðmenni og viðkvæmur, og notaðist honuin þvi ekki að hæfileikum sínum að öðru leyti á þessu sviði, svo sem ella hefði mátt verða. í hina röndina var hann aftur á móti dulur og fá- skiptinn og hætti þvi til að víkja í troðningi manna fram til mannvirðinga. Hann var liug- sjónamaður, sem fylgdi fúslega hverju mannbótamáli, en jafnframt veruleikans maður, glöggskyggn á muninn á skýjaborg- um og hagnýtum verðmætum. Hæfileikar hans hefðu vel mátt gera hann að vel metn- um yfirráðastéttarmanni, en sainúð hans vísaði honum jafnan i lióp hinnar undirok- uðu stéttar þjóðfélagsins. Þess vegna urðu ör- lög hans að sumu leyti eins og hálfkveðið harmljóð. En — prentarar geyma minningu hans með þakklæti fyrir það, sem honum auðnaðist að duga þeim. II. II.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.