Prentarinn - 01.01.1940, Síða 4

Prentarinn - 01.01.1940, Síða 4
4 PRENTARINN PRENTARANÁMSKEIÐ í KAUPMANNAHÖFN SUMARIÐ 1939 Ritstjóri Prentarans hefir beðið mig að segja eitthvað frá veru minni á námskeiði prentara í Kaupmannahöfn, sem eg sótti sið- astliðið sumar, og vil eg ekki færast undan að gera það, að einhverju leyti, þótt eg hins- vegar hafði hugsað mér að gera það ekki, því satt að segja var eg hálf „fornermaður“ við stjórn Prentarafélagsins út af þvi að hún vildi ekkert styrkja mig til fararinnar, og lét í ljós þá ástæðu, að eg væri helzt til of gamall til slíkrar farar! Ja, sá er nú gamall! En hvað um það, eg fór, er korninn aftur, hefi fyrirgefið stjórninni, og það sem bezt er, eg tel mig hafa haft mikið gagn af förinni, og það er fyrir öllu. — Fagskólinn í bókaiðnaðinum í Kaupmanna- höfn er til húsa i stórri og mikilli byggingu í miðjum bænum, sem nefnist einu nafni Tekno- lokisk-Institud, og eru þar deildir í öllum hugs- anlegum iðngreinum, sem óþarfi er að telja upp hér. Prentarar höfðust við ó þriðju hæð hússins, í tveim deildum, sem nefndust A- og B-deild. Hvor deild er fullkomin prentsmiðja. Auk þess er þar sérstök deild vélsetjara með þrem vél- um, tveim Linotype og einni Intertype. Kennarar voru hinir ágætustu menn, hver í sinni grein. Tveir setjarakennarar, og var skólastjórinn sjálfur annar þeirra. Tveir kenn- arar prentara og einn vélsetjara. Þátttaka í prentaranámskeiðinu var að þessu sinni 34 nemar, tveir íslendingar, einn Svíi, einn Færeyingur og svo Danir, víðsvegar að í Danmörku. Ég hlaut sæti í B-deild. Lýsi ég henni lítil- lega. Deildin er tveir salir, setjarasalur og véla- salur, og er svo í báðum deildunum. Er þar hátt til lofts og vítt til veggja og öll vinnu- skilyrði hin ákjósanlegustu (hugsaði ég til sumra prentsmiðjanna okkar), áhöld öll og vélar af beztu gerðum og hreinlætis og allrar reglusemi gætt i hvívetna. í vélasalnum eru 6 prentvélar og pappírs- skurðarvél. Prentvélarnar eru: 3 hraðpressur, 1 Miele-totur mjög vönduð vél, sem mikið er notuð í prentsmiðjum Kaupmannahafnar, 1 Planete-Fixia og Eickhoff, hvorttveggja mjög góðar vélar. Digelvélarnar voru: Fönix, Vict- oria og Spiss,allt ágætis vélar með góðum völs- um og farvaverkum. Var Victoriuvélin með upphitunartæki, haganlega fyrirkomnu, er það mjög hentugt þegar kalt er. Kennslan hófst kl. 8 að morgni og' lauk kl. 4% e. h. Hálfan tíma höfðum við til matar (kl. 11—11(4) og 15 mín. til kaffidrykkju. A annari hæð hússins er stór og rúmgóður borðsalur, og geta þeir er vilja fengið þar keypt öl, mjólk, kaffi og te, brauð og kökur og margt fleira með mjög vægu verði, annars koma víst flestir með brauðpokann sinn með sér. Hver vinnudagur hófst á munnlegri kennslu eða fyrirlestri, þar sem okkur var skýrt frá helztu nýjungum, meðferð prentvéla og því um líku. A skólabekk sátum við 2 tima 2var í viku. Fór þar fram kennsla í samsetningu lita og teikningu. Þá kennslu annaðist sérstakur teiknikennari, prýðilegur maður í alla staði. Viðfangsefnin voru margskonar: Bókaform- ar í ýmsum brotum, með og án mynda, ýmist etsuðum eða skornum, myndir, einlitar og marglitar, allskonar skemur, eyðublöð og kort með einum eða fleiri litum o. fl. — Öll var þessi vinna unnin með nýjustu aðferðum og rík áherzla lögð á alla vandvirkni og góð- an frágang. Þar sem línur þessar eiga ekki að vera nein- ar faglegar leiðbeiningar, heldur einskonar ferðasaga, fer ég ekki frekar út i það að lýsa vinnu- og kennsluaðferðum, til þess gefst ef til vill tækifæri síðar. Námskeiðið hófst 17. júlí og var sagt upp 26. ágúst. Við uppsögnina var mættur formað- ur danska prentarasambandsins. Skoðaði hann muni þá, sem unnir höfðu verið, bæði teikn-

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.