Prentarinn - 01.01.1940, Síða 8
8
PRENTARINN
á vegi okkai' ungar stúlkur, sem buðu okkur
vindla og sígarettur.
Var nú haldið í helgidóminn, en svo kalla
ég hringmyndaðan skrautsal með gluggum i
lofti, þar sem geymd eru í glerskápum alls-
konar listaverk, sem prentsmiðjan hefir unn-
ið og fengið verðlaun fyrir á sýningum ásamt
verðiaunagi'ipum og minjum um stofnandann.
Þar flutti fylgdarmaður okkar ræðu á ný og'
leysti okkur alla út með gjöfum, — var það
skrautprentað hefti með sögu Egmonts H.
Petersens og fyrirtækisins. Að lokum þakkaði
skólastjóri okkar með stuttri ræðu fyrir allan
þann velvilja, sem okkur var sýndur, og bað
okkur að hrópa lifi Gutenberghús, og stóð ekki
á því. Var svo haldið burt úr þessari æfintýra-
höll.
Var ég alllengi að ná mér eftir þá undrun,
sem ég varð fyrir yfir öllu, sem fyrir aug-
un bar.
Læt ég nú þessa ófullkomnu lýsingu á full-
komnustu prentsmiðju á Norðurlöndum nægja,
en vil þó bæta þar við, að stofnandinn byrj-
aði árið 1878 með eina litla handpressu, en nú
hefir prentsmiðjan á að skipa 80 prentvélum,
þar af 8 Rotationsvélum, 225 öðrum hjálpar-
vélum og 200 rafmagnsmótorum, starfsfólkið
er um 800.
Stofnandinn lifði það ekki að sjá verk sitt
fullkomnað, því hann dó 1914.
Vöxt og viðgang prentsmiðjunnar má ef-
laust þakka það, að fylgt hefir verið út i æs-
ar stefnu Egmonts Petersens, það er að hafa
ávallt á að skipa fullkomnustu mönnum og
tækjum og ekkert til sparað í þeim efnum,
t. d. voru þarna við hliðina hvor á annari
nokkrar nýjar vélar, sem heita Victoi'ia-Front,
mjög vandaðar og stei'kar. ,,heil-automatiskar“
vélar, sérstaklega ætlaðar til þess að prenta
í þeim myndir og aðra vandaða vinnu. Var
mér sagt, að þegar vélarnar væru orðnar þetta
6—10 ára, væri skipt um, og ávallt er haft
vakandi auga á því að hafa á að skipa því
nýjasta og bezta, sem völ er á á hverjum
tíma.
Einkunnarorð Gutenberghus er því þetta:
„Intet Arbejde er for simpelt til at udfþres
smukt. — Ingen Kunde er for lille til at be-
handles vel“.
Seinna var okkur boðið að skoða Drubin-
farvaverksmiðjuna. Er hún út í Valby og ók-
um við þangað í járnbraut. Einnig þar feng-
um við hinar beztu viðtökur. Flutti efnafræð-
ingur verksmiðjunnar erindi og sýndi okkur
hvernig ýmsar farvatégundir verða til.
Þegar tími vannst til heimsótti ég svo ýms-
ar af stærstu blaðaprentsmiðjunum, svo sem
Politiken, Berling o. fl. Alls staðar var mér
vel tekið, og ekki síður fyrir það að ég var
frá Islandi. Einnig kom ég til Mullers, var það
að tilstuðlan Þorfinns Kristjánssonar, sem þar
vinnur, — bað hann mig að skila kveðju til
allra kolleganna heima og geri ég það hér
með.
Þetta er nú orðið helzt til of lang't^ en ég
get þó ekki lokið þessum línum án þess að
minnast með nokkrum orðum á vin minn og
kollega Hafstein Guðmundsson, sem einnig
sótti þetta námskeið.
Teiknikennari okkar vék sér eitt sinn að
mér og tók að spyrja mig spjörunum úr um
Hafstein, sagði hann mér að Hafsteinn væri
sá allra bezti nemi, sem til skólans hefði kom-
ið, og fór mörgum orðurn um hæfileika hans
sem teiknara. Þótt ég ekki yrði fyrir slíku
happi, gladdi það mig ósegjanlega að þessi
heiður skyldi falla i hlut okkar Islendinga. —
Fyrir tilstilli þessa teiknikennara og setjara-
kennara Hafsteins, sem einnig lauk á hann
hinu mesta lofsorði, komst hann inn í Guten-
berghus, en þvi miður gat vera hans ekki orð-
ið löng þar, sem orsakaðist af breyttum að-
stæðum vegna stríðsins. En forstjóri Guten-
berghus útvegaði honum vinnu hjá Bording,
sem er með stærstu og' fullkomnustu prent-
smiðjum í Kaupmannahöfn. Þar hefði Haf-
steinn getað orðið, ef til vill til langframa.
En sökum þeirrar óvissu, sem nú ríkir á öll-
um sviðum, þorði hann ekki að vera lengur í
Kaupmannahöfn, en kaus heldur að fara heim.
Að lokum þetta: Mætti hinni íslenzku prent-
arastétt auðnast að gera menn sína svo úr
garði, að þeir séu henni til sóma hvar sem þeir
koma. Hjálpumst að, að koma þessari göfugu
list okkar á það stig, að við stöndum ekki að
baki nágrannaþjóum vorum.
Vilhelm Stefánsson.
iBafoldnrprentsmidja h.f.