Prentarinn - 01.01.1944, Blaðsíða 6

Prentarinn - 01.01.1944, Blaðsíða 6
Breytt viðhorf Það er gamall og góður íslenzkur siður, að gá til veðurs dag hvern og hyggja að hversu skipast muni næsta sólarhring. Þótt störf okkar prentara séu lítt veðra- brigðum háð, megum við gjarna minnast þessa gamla siðar, skyggja hönd fyrir auga og fylgjast vel með veðurgerð allri í hvat- lyndi þeirra tíma, sem nú eru, og aðgæla hverju þau öfl muni valda um afkomu og þróun, sem líkt og hamfarir óbundinnar náttúru geisast fram, eyðandi eða umskap- andi flest það, sem áður var. Ein mun okkur hugleiknust þeirra óráðnu spurninga, sem viðburðir tímans hafa feng- ið okkur til úrlausnar: Hvaða áhrifum veldur þróunarhraði stríðs- áranna á kjör prentarastéttarinnar, samtök hennar og baráttu fyrir bættum lifsskilyrðum og hvernig ber okkur að snúast við þeim verkefnum, sem breytingarnar færa okkur í fang? Ég mun í annarri grein taka til meðferðar í einstökum atriðum þá hreytingu, sem orð- in er, á hinu tæknilega sviði og hver nauð- syn ber tii þess, að við endurskoðum af- stöðu okkar til hins prentfræðilega uppeld- is, sem stéttin nú býr við, svo það megi svara kröfum tímans. Til lausnar spurningu þeirri, sem að fram- an getur, er gott að vita, að vélþróun prent- iðnaðarins hefur tekið slík risastökk síðast- liðin 4—5 ár, að nærri lætur að vélamagnið hafi tvöfaldazt. Áslandið er því þannig nú, að þótt aðeins fjórar prentsmiðjur hafi bætzt við, 3 hér í Reykjavík og 1 á Akranesi, þá liafa sumar þeirra, sem fyrir voru, aukizt svo að véla- kosti, að telja má þær ný fyrirtæki. Eins og gefur að skilja hefur hinn stór- aukni vélakostur valdið manneklu, því ekki varð gripið til neins varaliðs atvinnulausra manna, eins og viða i öðrum greinum. Af þessu hefur síðan leitt mikil aukavinna, nem- endafjölgun svo sem framast má og þó eru margar hinna nýju véla aðeins liálfnotaðar eða ekki. Það hefur verið mikið um það rætt meðal prentara og annarra, hversu fara muni þeg- ar stríðsgróðinn tekur að fjara, kaupgeta fólksins minnkar og farið er að skera við nögl allt það, sem ekki verður talið til beinna lífsnauðsynja. Flestir munu sammála um að eitt hið fyrsta, sem menn spara við sig, þeg- ar þrengja tekur í búi, séu bókakaup og blaða. Það er hverju orði sannara, að afkoma prentarastéttarinnar byggist að mestu leyti á lífsskilyrðum almennings, og í þjóðfélagi, sem enn er á því menningarlega frumstigi að telja bóklestur og menntun eins konar „munað“, mega þeir sannarlega hafa augun opin, sem eiga lífsafkomu sína undir slíku munaðarleysi í hugsunarhætti og stjórnarfari. Þrátt fyrir það, þótt kröfur frelsis og auk- inna mannréttinda rísi nú hærra en nokkru sinni fyrr með flestum þjóðum, skulum við mælti flutnings- og fargjöldin um helming. Þörfin mun gera þetta nauðsynlegt áður langt líður. Brýr hér í nágrenni Reykjavík- ur hafa þegar verið breikkaðar. Þegar „vega- mála-krókarnir“ verða „teknir úr umferð“ á Grímsnesveginum, styttist leiðin til Miðdals til muna, sökum meiri og jafnari ökuhraða, sem þá verður mögulegur og engu áhættu- samari. Að lokum þetta: Það er ekki vandi að sitja við skrifborðið og láta hugann mála myndir af framtíðinni. Það er hægt að fram- kvæma hlutina i huganum á einni kvöld- • stund. Það, sem hér hefur verið talið upp, verður ekki framkvæmt ineð liugmyndaflug- inu einu eða á einum degi. Það dettur eng- um i hug. — Sá fær allt, sem kann að biða — til þess að framkvæma eitthvað af þessu þarf 365 daga — marga tugi af 365 dögum — og þá á Prentarafélagið framundan. Það er örugg innstæoa, sem ekki verður frá því tekin. Mestu skiptir, að starfið er þegar haf- ið og að félagsskapur stendur á hak við. En það verða starfsaðferðir framtíðarinnar — félagsskapurinn — með honum vinnst mest, og i honum á að nýtast bezt starfs- vilji einstaklinganna Gleðilegt nýtt ár! 20 Prentabinn

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.