Prentarinn - 01.01.1944, Page 7

Prentarinn - 01.01.1944, Page 7
um stund gera rá'ð fyrir þvi, að spádómar „stríðshetjanna" í íslenzku fjármálalifi, um hið margumtalaða hrun, eigi eftir að rœtast. Þessar skoðanir hafa einnig komið fram hjá sumum þeirra, sem þiggja álitlegan gróða- hlut frá uppsprettum hins prentaða máls. Ef slíkir timar eru í nánd, sem stríðsgróða- stéttin islenzka hefur áformað að skapa, þá er einnig rétt fyrir okkur prentara að vera við þeim búnir. Hinn fullkomni og mikli vélakostur, sem til landsins er kominn, mundi án efa gera eigendum prentsmiðjanna kleift að afkasta því, sem arðbært reynist með litlu meiri liðsafla en fyrir var, þegar veltan hófst, svo þrátt fyrir ákvæðin i samningum okkar um nemendatakmörkun er aukningin nú svo mik- il, að orsakað gæti atvinnuleysi. í kjölfar slíks ástands siglir svo venjulega krafan um skerðingu réttinda og lægri launa. Þetta er í fám orðum sú hætta, sem yfir vofir, ef horfið yrði aftur inn á braut hinna úreltu skipulagshátta auðmannastéttarinnar, sem býður alþýðunni „frið“ og skort, stríð og hörmungar. En hvernig eru skilyrðin til að mæta slík- um árásum nú? Hefur ])róun striðsáranna dregið úr möguleikum okkar til að standa fast á réttinum, eða hafa þeir vaxið svo, að okkur sé mögulegt að sækja skrefi lengra? Raddir heyrast um það meðal prentara, að fjölgun prentsmiðjanna geri aðstöðu okkar verri. Ég sé þar enga verulega hættu. Hitt skulum við gera okkur ljóst, að því auð- ugri og stærri sem fyrirtækin eru, því meira er vald þeirra og öflugri andstöðu að vænta. Og í þá átt hefur þróun stríðsáranna farið. Þrátt fyir þessa þróun vil ég hiklaust full- yrða, að aðstaða okkar til framsóknar sé hag- stæð, svo frainarlega sem stétt okkar kann að notfæra sér reynslu undanfarinnar bar- áttu, mistök hennar og styrk, til að velja þær leiðir, sem færastar eru til sigurs. Prentarar hafa lengst af háð baráttu sína einir síns liðs við tiltölulega veikan og ein- angraðan andstæðing. Þetta hefir orðið til þess að skapa þann hugsunarhátt, að við þyrftum ekki að vera upp á aðra komnir, samheldni og sæmileg fjárráð væru trygging fyrir þvi, að við stæðum af okkur hverja raun. Það er ekkert vanmat á styrk okkar og stórhug þótt ég segi: Þessi hugsunarhátt- ur þarf að hverfa. Við höfum fullgildar á- stæður til að svæfa hann svefninum langa. Hið prentaða mál er orðið það stórveldi í landinu, að engin deila verður háð svo af prenturum, að hún snerti ekki hið pólitíska valdasvið og sagan frá 1942 mun endurtaka sig: Afturhaldsöflin — sem mestan blaða- kostinn hafa, mest eiga á hættu, ef fólkið vitkast vegna minnkandi áróðurs, og stærst- an hag telja að knésetja bezt skipulögðu verklýðsfélögin — munu fylkja liði við hlið prentsmiðjueigenda og tryggja þeim ef unnt er ihlutun ríkisvaldsins til hagkvæmrar lausnar fyrir þá. Þannig var það 1942. Þá var það samheldni iðnfélaganna, sem brást. Sameiginleg forusta og traust allsherjar- samtök hefðu þá orðið öllum sjálfbyrgings- hætti og innilokunarstefnu affarasælli. Þótt sá leikur væri ójafn og ósigurinn skammvinnur, var hann sá lærdómur, sem við eigum að marka stefnu framtiðarinnar eftir. Heilbrigt, náið samband við iðnfélögin, verklýðshreyfinguna í Reykjavík og Alþýðu- sambandið er nú orðið fyrsta skilyrði fyrir því, að Prentarafélagið haldi áfram að vera eitt sterkasta, framsæknasta og bezt skipu- lagða verklýðsfélag landsins. Ég hef gert mér far um að ræða málefni okkar í því Ijósi, sem á þau myndi falla, ef spádómarnir um hrunið ættu eftir að ræt- ast. En ég vil biðja stéttarbræður mína að vera þess minnuga, að okkur nýtast sömu ráð til þess að sporna gegn þvi, að fá- mennum hópi stríðsgróðamanna og auðvalds- sinna takist að færa alþýðu þessa lands í sömu fangatreyjuna og hún áður var. í samhentu starfi við þá tuttugu þúsund menn og konur, sem Alþýðusambandið skipa, er hægt að koma í veg fyrir hverja árás af hendi afturhaldsins. Með þessi samtök að vopni, sem prentarar ásamt öðrum framsækn- um verklýðsfélögum lögðu hornstein að fyr- ir 28 árum, er alþýðan þess megnug að skapa slíka hagsæld í landi sínu, að full not séu allra manna og véla, sem að bókagerð starfa, án þess að talin verði til munaðar góð skil- yrði fyrir alþýðuna til að öðlast fræðslu og varanlega menningu. Stefán Ögmundsson. Prentarinn 21

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.