Prentarinn - 01.01.1944, Page 8

Prentarinn - 01.01.1944, Page 8
Einar Kristinn Auðunsson prentari, R. F. Nestor islenzkra prentara er farinn veg allrar veraldar. — Kristinn Auðunsson, eins og hann var oftast kallaður, er dáinn, hátt á áttræðisaldri. Æviatriði Kristins verða ekki rakin hér: — þeirra hefir verið getið í „Prentaranuin" við ýmis tímamót í lífi þessa sérkennilega fulltrúa íslenzku prentarastéttarinnar. Þegar fundum okkar Kristins fyrst bar saman, var hann þegar af léttasta skeiði, en þó enn talinn i flokki hinna fljótvirk- ustu setjara. Kappið og fjörið var enn hið sama og á yngri árum, og ekki vildi hann láta hlut sinn fyrir neinum, ef út i þá sálma var farið, jafnvel þótt um þá yngri mennina væri að ræða, sem mest þóttust eiga undir sér i þeim efnum. Mun vígorð Kristins: „Viltu labba á móti mér, ungi vinur minn?“ lengi í minnum haft. Kristinn var smár vexti og grannur og gekk haltur frá barnæsku. Þrekið hefir þvi aldrei verið mikið, en það var kappið og áhuginn, sem gerði hann að þeim dugnaðar- manni við starf sitt, er hann var, og svo hitt, að honum þótti gaman að vinnu sinni, var vist frá þvi fyrsta bæði ánægður með að vera prentari og upp með sér af þvi; — það varð maður greinilegast var við, þegar talið barst að því, að eiginlega hefði hann átt að verða skósmiður. Kristinn var prýðilega greindur og kunni vel að koma fyrir sig orði, þó eigi hefði hann mikillar menntunar notið. Hann hefði óefað getað orðið góður leikari á vissu sviði, ef hann hefði lagt verulega stund á það og skilyrði til þess verið fyrir hendi. En svo fór, að hann helgaði prentarastarfinu krafta sina óskipta. Nokkuð dýrkaði hann að visu Bakkus konung, en það var ekki nema í tómstundum, og hann gerði það næstum með sömu regluseminni og hann rækti vinnu sina. Kristinn hætti störfum, þegar hann varð sjötugur að aldri. — Þótt sæmilega væri séð fyrir þvi, að hann þyrfti eigi að hafa fjárhagslegar áhyggjur, það sem eftir væri ævinnar, er þó enginn vafi á, að hann lagði nauðugur niður hakann og fór frá kassan- um. Hann hafði fest svo mikla tryggð við prentiðnina, að honum fannst lífið ekki vera mikils virði, er samvistum þeirra lauk. Ivristinn hefur alveg óefað verið gæfumað- ur á sína vísu, þrátt fyrir allt, sem á móti blés. Það átti hann að þakka sinni léttu lund og þvi fy.rst og fremst, að hann unni starfi sínu, hafði yndi af að vinna. Riddarakross Fálkaorðunnar fór vel á brjósti Kristins, manns, sem hafði borið merki prentara með prýði langa æfi. Kristinn var kvæntur Helgu Jónsdóttur og eignuðust þau 4 börn. Konu sina missti hann árið 1933 og dvaldi eftir það á heimili Ingi- bjargar dóttur sinnar og naut umönnunar hennar, Q „ 22 Prentabinn

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.