Prentarinn - 01.01.1944, Síða 10
Vilhelm Stefánsson
Ef þii veizt það ekki
VALSARNIR.
Eitt hið inikilsverðasta atriði fyrir okkur
prentarana er það, að valsarnir i vélunum
okkar séu i sem allra beztu lagi. Ef við gæt-
um þess, komumst við hjá ýmsum óþægind-
um, sem slæmir og illa hirtir valsar hafa
í för með sér.
Víða erlendis hefir verið komið á fót verk-
smiðjum, sem hafa það sérstaka verkefni
með höndum, að steypa valsa i prentvélar.
Því miður höfum við, enn sem komið er,
ekki ráðizt í slíkt fyrirtæki, þótt eg sé ekki
i neinum vafa um, að það myndi svara
kostnaði.
Þar sem þessar valsasteypu-verksmiðjur
eru starfandi, hafa prentsmiðjurnar hætt við
að steypa valsa sina sjálfar, en láta verk-
smiðjurnar gera það. Og þar sem þessar
steypuverksmiðjur eru búnar fullkomnustu
tækjum, verður árangurinn betri og end-
ingarmeiri valsar.
Gera má ráð fyrir, að við eignumst ekki
i nánustu framtíð fullkomna valsasteypu-
verksmiðju, en verðum að notast við hin ófull-
komnu tæki okkar, ber okkur enn meiri
nauðsyn til að fara vel með valsana, og
á þann hátt stuðla að betri endingu þeirra.
Vil ég benda hér á nokkur atriði þar að
lútandi.
Þegar valsar eru steyptir, er nauðsynlegt
að bæði efni og mót sé eins heitt og frek-
ast verður við komið, og mótin vel og jafnt
smurð innan. Er þá siður hætta á loftból-
um og öðrum ójöfnum. Meðan valsarnir
storkna í mótunum, mega þau helzt ekki
vera á of köldum stað. Eftir að tekið er
úr mótunum, verða hinir nýsteyptu valsar
að fá að jafna sig í nokkra daga, áður en
þeir eru teknir í notkun og þann tíma þurfa
þeir að standa á hlýjum og rakalaustum
stað, í skápum með hurðum fyrir.
Þegar mjög kalt er, hættir völsunum
við að rýrna. Þessu er gert ráð fyrir með
því að hafa steypumótin nokkrum milli-
metrum rýmri. — Þegar nýir valsar eru
settir inn, skal því varast að þrýsta þeim
í iegur, sem stilltar hafa verið við gamla
og innþornaða valsa. —
Ef mikið þurkefni er í prentlitnum, skal
þvo valsana daglega, svo komið verði i veg
fyrir að á þeim myndist hörð húð. Var-
ast skal að skafa af völsunum með hníf,
sandpappir eða þvíumliku. — Við þvott skal
nota steinolíu, en ekki benzín.
Valsarnir molna.
Það kemur stundum fyrir, að valsarnir
vilja molna og valda okkur með því ýms-
um óþægindum, t. d. þegar mylsnan sezt á
kvöldið líður, því þá er hann nær eingöngu
umsetinn af nemendum sínum, yngri og eldri.
Og timinn liður án þess menn veiti þvi at-
hygli. Mér er nær að halda, að í þessum
hóp kunni Þorvaldur bezt við sig. Hann rifj-
ar upp með þeim gamlar endurminningar,
allt frá því er hann veitti þeim fyrstu til-
sögnina um það, hvernig stafurinn ætti að
snúa í hakanum og þar til síðustu ráðlegg-
ingarnar fyrir prófið voru gefnar út. Þó að
uppeldið sé erfitt, á hvaða sviði þjóðlifsins
sem er, og stundum hlaupi snurður á þráð-
inn, þá reynist árangur slikra verka oftac*
giftudrjúgur, er fram í sækir og horft er til
baka yfir langan starfsferil. Nemendur Þor-
valdar kunna vel að meta kosti hans, ekki
sizt fyrir það, að hann er hreinlyndur o"
segir meiningu sína við hvern sem er. Slikt
er oft misskilið af ókunnugum, en við nán-
ari kynni læra menn að meta hann og því
meir sem þeir kynnast honum betur.
Það er komið langt fram yfir miðnætti,
þegar þessi síðasti gestahópur býst til brott-
farar. Og Þorvaldur lýkur fimmtugasta af-
mælisdeginum sínum með þvi að fylgja læri-
sveinum sinum áleiðis. Ef til vill er það til-
viljun — ef til vill sjálfsagður þáttur i hans
daglegu skyldustörfum. Vonandi á þessi nem-
endahópur eftir að stækka enn á næstu árum.
Vonandi á Þorvaldur Þorkelsson enn eftir
að gegna kennarastörfum í þágu prentlistar-
innar um margra ára skeið. Á. G.
24 Prentarinn