Prentarinn - 01.12.1944, Page 4
Það sem vannst
1. Lágmarkslaun (grunnl. á viku) setjara
og prentara kr. 150.00 (áður kr. 145.00).
2. Lágmarkslaun (gr.l. á viku) fullnuma
stúlkna, kr. 78.05 (áður kr. 73.65).
Lágmarkslaun kvenna, sem unnið hafa
fullnuma í 5 ár kr. 83.65 (áður 73.65).
3. Aukavinna greiðist 3 fyrstu tímana eft-
ir vinnuhætlur dagvinnulímabils með
60 á hundrað. Öll önnur aukavinna, svo
og helgidagavinna með 100 á hundrað.
(Aður voru 4 fyrstu timarnir greiddir
með 40%, 2 tímar eftir kvöldvakt og
lielgidagavinna með 60%, næturvinna
með 100%).
4. Laun meðlima H. í. P. verði hin sömu
um land allt. (áður 10% lægri utan
Reykjavíkur).
5. Nýsveinatímabil falli niður að lokn-
um námstima og þar með fengin trygg-
ing fyrir kr. 150.00 grunnlaunum á viku
strax að námi loknu.
(Áður var nýsveinum greitt fimmta
árið kr. 131.00 í grunnkaup á viku).
6. Aðfangadag jóla, gamlársdag og laug-
ardag fy.rir hvítasunnu er vinnu hætt
kl. 12 á hádegi.
(Áður var unnið til kl. 1, aðfangadag
og gainlársdag, en til kl. 3 laugardag
fyrir hvítasunnu.
7. Laugardaga verði unnið aðeins 4 klst.
frá og með 16. maí til og með 15. sept.
(Áður voru laugardagsfriin frá 1. júní
—31. ágúst).
8. Þeir sem unnið hafa 10 ár í iðninni fá
15 daga sumarleyfi. Þeir, sem unnið
hafa 18 ár, fá 18 daga sumarleyfi.
(Áður 12 dagar fyrir alla).
9. Greiðsla fyrir sumarleyfi sé fyrirfram.
Við Rikisprentsmiðjuna Gutenberg
var samið um 15 daga sumarleyfi fyrir
alla, en starfsfólkinu lieimilað að sam-
ræma það atriði við samninginn við F. í.
P. Til móts við þessar kjarabætur var
gengið inn á 60% frádrátt fyrir vanræktar
vinnustundir i stað 50% áður.
Þessi samningabarátta mun að vísu líta
öðruvísi út í augum þeirra, sem vanir eru
þröngum hagsmunasjónarmiðum í baráttu
verkalýðsfélaga, en samt er ánægjulegt að
geta sagt, að prentarar voru allan tímann,
sem „gengið“ var heils hugar um það, að líta
á hvern þann ávinning, sem fengizt einhverj-
um hluta stéttarinnar til handa, sem sinn
eigin sigur og því fór svo að lokum, að það
sem vannst eru miklar kjarabætur fyrir alla.
Það er auðvitað hægt að benda á ýmsar
tilslakanir frá fyrstu kröfum, en engum mun
hafa komið slíkt á óvart, þegar gætt var
þeirrar aðstöðu, er samningar annarra fé-
laga skópu, og gerðir voru um hliðstæða
vinnu, fyrir lausn prentaradeilunnar.
Málalokin sýna okkur, auk smærri atriða,
þær veigamiklu niðurstöður: 1) að meðaltal
prentaralaunanna samsvarar enn þeim laun-
um, sem hæst eru greidd i iðnaði, 2) að kon-
ur við hliðslæða vinnu, fá hvergi jafngóð
laun né kjör, 3) að nemendalaun annarra iðn-
stétta voru að lokum miðuð við prentnema-
kjörin. Og ber prentnemum sérstaklega að
atluiga þá aðstöðu félagsins í samningunum,
þegar þeir meta þann skerf, sem þeim hefur
hlotnazt. Þótt kaupið stæði i stað var ný-
sveinsárið burtu fellt og þeir njóta annarra
hlunninda, sem nú var aukið við að nokkru,
einnig þeim í hag (sbr. laugardagsfríin yfir
sumarmánuðina og hækkun aukavinnunnar,
auk þeirra kjara, sem þeim nú eru búin i
framtíðinni). 4) En það sem flestir munu
telja einn mesta ávinning þessara samninga
er aukning laugardagsfríanna yfir sumar-
mánuðina og sigur þeirrar kröfu, að lengd
sumarfria sé miðuð við starfsaldur. Veltur
það á skilningi nokkurra nema og kvenna,
hvort takast má að fá þessa mikilsverðu
réttarbót alls staðar eins, þótt það at-
riði væri öðruvísi i samningum, sem gerð-
ir voru við Ríkisprentsmiðjuna i fyrstu. Þessi
réttarbót er nýmæli hjá iðnaðarmönnum og
fer vel á því að prentarar, sem fyrstir verka-
manna urðu til þess að brjóta orlofslögunum
braut með starfi sinu, fái viðurkenningu
þess í auknu sumarleyfi, þegar Alþingi hef-
ur staðfest tólf daga orlof fyrir alla.
Félag okkar hefur með samningum sínum
nú, endurheimt að fullu það sem glataðist af
virðingu þess við ósigurinn 1942. En sá
14 Prentarinn