Prentarinn - 01.12.1944, Blaðsíða 18

Prentarinn - 01.12.1944, Blaðsíða 18
urbúðinni“, en allt fer árekstralaust fram. Börnin bíða róleg og lipurð húsfreyjunnar í Miðdal leysir úr öllum vanda; engin skönnntun og ekki þarf að óttast að mjólk- in sé súr, þó að kýrnar séu ekki alltaf jafn slundvísar og börnin. Mjólkurbrúsarnir eru fylltir hver á fætur öðrum og lestin mjak- ast aftur af stað, heim á leið. — Og morg- uninn þokast áfram með hækkandi sól og vaxandi hita. Börnin fara að smátína utan af sér fötin. Kaffibrún af sólbruna rölta þau um á sundbolunum einum saman, hlaupa svo niður að á og dýfa sér í. í ríkuin mæli teyga þau af nægtabrunninum: frelsi, lieil- brigði, öryggi. — * Um kl. 11 kemur stór vöruflutningabif- reið neðan þjóðveginn, og virðist það valda talsverðri hreyfingu i þorpinu. Ein- hver heyrist kalla: Mjólkurbíllinn, mjólkur- bíllinn er kominn! og nokkrar stálpaðar telpur hlaupa þegar af stað til móts við hann. í sjálfu sér getur það ekki talizt stór- viðburður þó vörubifreið keyri um þjóðveg- inn, fleygi af sér tómum mjólkurbrúsum og tíni upp aðra fulla í þeirra stað, — það er daglegur viðburður. En með þessari bifreið sendir Iíaupfélag Árnesinga þorpsbúum mat- væli og aðrar nauðsynjar, fáanlegar og jafn- vel ófáanlegar, tvisvar í viku, eftir pöntun- um. í dag er laugardagur og því er von á vörum þeim, sem pantaðar voru i gær. í allt kvöld og fram á nótt verða karlmenn- irnir að streyma austur, langsoltnir af skrínu- kostinum, og þá er nú vissara að hafa eitt- hvað í pottinum. — En það verður að segja hverja sögu eins og hún gengur, og þess vegna skal því skotið inn hér, að einn laug- ardag brást matvælasendingin algerlega; mjólkurbillinn kom ekki með neitt af því, sem pantað var daginn áður, svo það leit helzt út fyrir almenna hungursneyð yfir helgina. 'Nú voru góð ráð dýr. Skotið var á skyndiráðstefnu í matvælaráðuneytinu, og eftir að hinu ágæta kaupfélagi hafði verið bölvað duglega og þvi hótað öllu illu, varð það úr, að skorað var á Gunnar Sigurmunds- son, sem er aðalframkvæmdastjóri ráðuneyt- isins, að taka sinn einkabíl og keyra „blátt strik“ niður að Ölfusá. Og til þess að halda virðingu sinni óskertri, sá Gunnar sér ekki annað fært en verða við þessari áskorun og starta þeim græna. En ekki var hann lengra kominn en í austanvert Grímsnes, þegar hann mætti einkabíl frá kaupfélaginu fullfermduni af kjöti og öðru lostæti, á leið upp i Miðdal. Kom þá í ljós, að hér var ekki um nein svik frá hendi kaupfélagins að ræða, heldur hafði pöntunin orðið eftir vegna gleymsku mjólkurbílstjórans. Var nú vörun- um umskipað í snatri og eftir klukkutima burtveru, renndi sá græni með allt hafur- taskið heim í hlað. Þótti mönnum kaupfé- lagið hafa sýnt hið mesta snarræði og fram- takssemi og var það nú lofsungið jafn mikið og þvi hafði verið bölvað áður. — En slíkt óhapp kemur ekki fyrir nema einu sinni. í dag fer allt fram samkvæmt áætlun og telpurnar koma heim aftur hlaðn- ar bögglum. Rétt á eftir lendir Gunnar heilu og höldnu á bílatorginu. Hann er fyrst mað- ur austur í dag, sennilega með tilliti til þess að geta brugðið sér niður að Ölfusá ef á þarf að halda. En þar með er hinu sex daga ríki kounnar lokið að þessu sinni og helgin gengin í garð. Eins og gefur að skilja, þá eru þessir sex dagar ekki alltaf óslitin sæluvika. Ivomið getur það fyrir, að ýms vandamál steðji að, sem krefjast skjótra úrlausna. Skal hér eitt dæmi tilfært. Einn daginn fregnast það í hverfinu, að mjólkur- billinn hafi komið með olíutunnu og kol i pokum, en heimflutning á öllu slíku verða prentararnir sjálfir að annast neðan af vegi, og er það talsve.rðum erfiðleikum bundið, þar sem óbrúuð á er á leiðinni. En sem sagt: um leið og þetta vitnaðist, uppgötvuðu sumar konurnar það, að þær voru algerlega kola- lausar, og aðrar áttu ekki dropa af olíu. Hér var því úr vöndu að ráða, vörurnar þurftu að komast heim tafarlaust, en enginn karl- maður í þorpinu. En það er ekki háttur kvenna að vera með vangaveltur. Nokkrar þeirra, sem ekki voru bundnar við þvott eða önnur ófrávíkjanleg störf, klæddust vaðstíg- vélum, settu upp skinnsvunturnar, brugðu sér heim að Miðdal og fengu þar vagn, dreginn af traustum vatnahesti, og svo var lagt í stórræðlð. Eftir nokkur sterkleg handtök er tunnan komin á vagninn og pokunum rað- að umhverfis hana til stuðnings. Svo heldur 28 Prentarinn

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.