Prentarinn - 01.12.1944, Blaðsíða 14

Prentarinn - 01.12.1944, Blaðsíða 14
Svar til Stefáns. Það gladdi mig sannarlega að heyra grein fé- lagsbróður míns hr. Stefáns, er hann birti í III. blaði (Viðaukablaði) „Kveldstjörnunnar", er mér virðist eiga að vera sem athugasemd við grein mína í II. blaði „Kveldsti.“ með því líka að hann nefnir mörg atriði í henni, en ef svo er, sem eg get til að hann eigi við þá grein, þá hefur honum mistekist að skrifa undirskrift hennar, en það er ekki annað en að byrja að aptan og lesa undir- skriftina fram eptir. Viðvíkjandi efasemi hans um atriði það, er eg drap á í grein minni, skal eg gefa honum þá upplýsingu að hann hefur þar dregið rjetta á- lyktun út úr orðum mínum, að eg átti við at- vinnumál vort. Jeg get ekki annað en dáðst að hinni framúr- skarandi kurteisi og undirgefni við vinnuveit- endur, sem mér finnst grein hr. Stefáns lýsa hjá honum, liar sem hann talar um, að koma vinnu- veitendum vorum til þeirrar sannfæringar, að það sé þeim sjálfum fyrir beztu, að láta oss hafa meira kaup, eða bæta kjör vor á einhvern annan hátt. En eg skal geta þess, að jeg hefi aldrei og mun aldrei láta það í ljósi, að eg áliti þess þurfi að vjer komum þeim til þeirrar sannfæringar; en eg þykist skilja að hr. Stefán álítur þess þörf, ef vér ætlum að bæta kjör vor. Heldur hann virkilega að j)að sé algjörlega úti með oss, ef vér breytum öðruvísi en þeim bezt þóknast. Ég held ekki, því ef þeir komast af án okkar, j)á getum vér engu siður komist af án þeirra. Og er það ekki sanngirniskrafa af oss, þótt vér vild- um varðveita rétt vorn gagnvart þeim, eins og þeir vilja varðveita rétt sinn gagnvart oss. Eða álitur hr. Stefán vinnuveitendur guði verkamanna? Ég get ekki litið öðrum augum á þá, en þeim, að þeir séu blátt áfram einn málspartur, og vér þá annar, og j)ar af leiðandi liggur j)að í augum uppi, að hvor málspartur um sig, veður að gæta réttar síns gagnvart hinum. Jeg mun síðar, þá er tími leyfir, fara nokkr- um orðum um möguleika á framkvæmd kjara- bóta vor prentara og tryggingu atvinnu vorrar. 12—11. * Ritdeilur þessar halda svo áfram í næstu blöSum „Kveldstjö,rnunnar“, en vegna ltess að 5. tölublað er glatað. slitnar jtráðurinn og þykir því ekki ástæða til að birta meira af því hér, en i næstu blöðum munu birtast sýnishorn úr „Prentaranum“, sem hóf göngu sina 10. mars 1887. — Stafsetningu „Kveld- st.jörnunnar“ hefur hér verið haldið óbreyttri og verður svo gert framvegis í þessum greinaflokki. i- Sigurður Helgi Björnsson prentari og prentsmiðjueigandi á Akureyri Hann var fædd- ur á Akureyri 17. ágúst 1891. For- eldrar hans voru: Björn Jónsson rit- stjóri og prent- smiðjueigandi og kona hans' Helga Helgadóttir frá Birnufelli i Fell- um, og áttu þau eigi önnur börn. Björn var sonur Jóns bónda á Ein- arssföðum Óiafssonar hreppstjóra á Stokka- hlöðum, Jónssonar. Móðir Björns var Hall- dóra Ásnnmdsdóttir, systir Einars alþ.m. i Nesi, en móðir Halldóru var Guðrún dóttir Björns í Lundi. Helgi nam í æsku prentiðn hjá föður sín- um og starfaði við prentsmiðju hans að und- anskildum stuttum tima, er hann dvaldi við prentiðn á Siglufirði, Eskifirði og í Reykja- vik. Er faðir hans deyr, árið 1920, tekur Helgi við rekstri pentsmiðjunnar ásamt Þórhalli Bjarnasýni, er átti hlut í henni. Ráku þeir Þórhallur prentsmiðjuna i félagi fram til 1929, er Þórhallur flytur til Reykja- víkur. en síðan rak Helgi prentsmiðjuna einn til dauðadags, 1. febrúar 1943. Helgi var maður dulur í skapi, en vin- fastur og trygglyndur. og svo mikill vinur vina sinna að hann sást vart fyrir. Frænd- rækinn var hann í bezta lagi, hjálpsamur og drengur í raun. Hann var manna gest- risnastur, og voru ýmsir kunningjar hans og ættingjar ufan af landi gestir hans lengri og skemmri tíma, er þeir komu til bæjarins. í húsinu Norðurgötu 17 hafði hann dvalið allan sinn aldur, frá því að nokkur hús, 24 Prentarinn

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.