Prentarinn - 01.12.1944, Blaðsíða 5
Sigurður Kristjánsson
níræður
23. septcmber síðastl. varð Sigurður Kristj-
áiisson prentari og bóksali níræður.
I tilefni af þessu merka aldursafmæli Sig-
urðar heimsótti stjón Prentarafélagsins hann
ásamt varaformanni félagsins, Hallbirni Hall-
dórssyni og fyrrverandi formanni, Magnúsi
H. Jónssyni. Nokkur viðbúnaður var undan-
fari heimsóknarinnar, i því fólginn, að stjórn-
in hafði látið gera heillaóskaskjal all-vandað.
Var það 8 síður pergaments, með skrautrit-
uðu nafni Sigurðar og hamingjuóskum, er
Hafsteinn Guðmundsson liafði unnið. Kvæð'
var prentað á eina síðu pergamentsins, ort
af Þorsteini Halklórssyni. Ytra borð grips-
ins var skinnklædd spjöld, gyllt á forhlið,
unnið af Jens Guðbjörns'syni bókbindara.
Bókfell þetta hefur að geyma nöfn tæplega
hundrað prentara, sem með áritun sinni
ávinningur sem H. í. P. hefur náð með
bættum kjörum og aukinni menningarað-
stöfu til heilbrigðrar lífsnautnar, leggur
félagi okkar miklar skyldur á herðar. Meðan
stormahlé helzt milli stétta ber okkur nauð-
syn til að sýna það, að við prentarar erum
þess umkomnir að leggja drjúgan skerf til
friðsamlegra félagsstarfa, s'em verða megi
stétt og þjóðfélagi i heild til varanlegra
nota.
Mér hefur aldrei verið það jafnljóst sem
nú, að loknum þessum síðustu átökum, hve
mörgum ágætismönnum prentarastéttin hef-
ur á að skipa, mönnum, sem færir mundu
að leysa af höndum hin vandasömustu verk-
efni. Stétt, sem háð hefur 5 vikna verkfall
með slíkri festu og raun ber vitni og náð
árangri, sem er virðingu hennar jafn vel sam-
boðinn, mun reynast það létt verk að lyfta
grettistökum í friðsamlegu starfi.
S. Ö.
vottuðu hinum aldna stéttarbróður okkar og
heiðursfélaga þakkir fyrir langa og farsæla
])jónustu við prentlistina og óskir um heilla-
drjúga framtíð. Ásamt grip þessum færði
sendinefnd félagsins afmælis’barninu blóm
i keri.
Sigurður tók sjálfur á móti gestum sinum
og var hinn kátasti. Hann er við góða heilsu,
þrátt fyrir hinn háa aldur, sjónin bærileg,
sporið furðu létt, en umfram allt er þó minni
og hugsun traust og tungutakið öruggt.
Við minntumst nokkuð á fyrri tíma, þessa
stuttu stund, sem við stóðum við. Hann
mundi eftir flestum þeirra, sem stofnuðu
Prentarafélagið gamla og sagði okkur frá
upphafi útgáfu sinnar, — þegar hann setti
sjálfur það sem hann gaf út: „1883 byrjaði ég
bóksöluna, ég setti postilluna og fékk letrið
leigt. Mér þótti gaman að setja og setti vel,
alveg framúrskarandi vel.“
*
Ivvæði það, er Þorsteinn Halldórsson orti,
í tilefni af níræðisafmæli Sigurðar Kristjáns-
sonar, birtist á öðrum stað í blaðinu.
Pbentarinn 15