Prentarinn - 01.12.1944, Side 7

Prentarinn - 01.12.1944, Side 7
Jakob að setja á Model 10, fijrstu islenzku setningar- vélina. Á næsta ári kom svo Linotype-vélin liing- að, ásamt öðru til prentsmiðjunnar og hún tók til starfa. Fyrsta hlað „Lögréttu“, sem sett er á setningarvélina, kom út 22. júli 1914. 1 því stendur: „Þetta tölubl. af Lögréttu er sett i seljaravélinni nýju.“ Það var prentað í Gutenberg, því prentvélin kom ekki fyrr en árið eftir að prentsmiðjan hóf starf sitt. Þessi fyrsta setningarvél íslendinga, Lino- type, Model 10, var með einu magazini, 14 stafa, og er minnsta Linotype-vél, sem hingað hefir flutzt. Hún var samt ágæt til blaða- setningar og fyrir smáprentsmiðjur. Með vélinni fylgdu tvö magazín — með petit og korpus. Korpusinn var með feitu letri, en petítin með skáletri; lágir aksent-upphafs- stafir. í vélinni var aðeins eitt mót. Borð- ið var eins og á öllum vélum, sem síðar hafa komið og niðurröðun islenzku stafanna geið eftir fyrirsögn vestur-islenzku prent- smiðjanna, er fyrstar notuðu Linotype við setningu á íslenzku. Það svaraði ágætlega, enda var sambandið milli borðs og magazins beinna og óbrotnara en á öllum öðrum Lino- type-vélum, er eg hefi séð. *Náðist þvi oft ágætur hraði á vélina, þótt svo fáir stafir væru í rennu og stundum yrði að híða eftir stöfum. Vélin var öll eins einföld og óbrol- in eins og framast var kostur, og eins litlu til kostað og unnt var, sem var og eðlilegt, þar sem þetta var tilraun, sem ósýnt var hvernig tækist. Fyrsta árið, eða svo, vann Jakob einn á vélina og tók engan til náms. En á næsta ári réð hann Þorstein Thorlacius, er þá vann i Félagsprentsmiðjunni, til sín til þess að læra á vélina. Vann Þorsteinn þar nokk- urn tíma, en veiktist svo, að hann varð að hætta prentstörfum um ófyrirsjáanlegan tíma. Síðari hluta árs 1916 réðst ég til Jakobs til vélsetningarnáms og byrjaði að vinna í „Rún“ 2. jan. 1917. Þegar eg kom þangað, var prentsmiðjan flutt í -nýbyggt hús sitt við Ingólfsstræti — nú hús Félagsprentsmiðjunnar. Prentsmiðj- an var öll á einni hæð — i stóra salnum, niðri. Setningarvélin var inni í horni — austurhorninu — en prentvélin („Centur- ette“) á sama stað og hún hefir staðið til skamms tíma; hitt var allt auður geimur að mestu leyti, því að prentsmiðjan hafði lítið sem ekkert af lausaletri og fáa letur- borðskápa. Bak við vélina var lítill klefi og þar í gashreyfill, sem sneri setningar- vélinni, en annar gashreyfill rak prentvélina. Margskonar annmarkar voru á rekstri setningarvélar á þessum árum, en sá einna mestur, að rafmagn var þá ófáanlegt hér í bænum. Og styrjaldarástæður — þá var fyrri heimsstyrjöldin í algleymingi — gerðu það að verkum, að ýmislegt til rekstursins var bæði dýrt og illfáanlegt. Til dæmis voru stafamótin í vélinni mjög farin að ganga úr sér, — en þau þurfti að fá frá Ameríku, eins og nú — og minnist eg þess, að eg taldi eitt sinn 40 afleggjarastöðvanir á klukku- tima! Annars var það alla tíð einn versti galli þessarar vélar, að stafamótin entust illa í henni. Upphitun í húsum almennt var þá með gamla kolaofnalaginu. En eins og Prentarinn 17

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.