Prentarinn - 01.12.1944, Qupperneq 15

Prentarinn - 01.12.1944, Qupperneq 15
 níræður Öllum til heilla unna þú kunnir prúður með prýði prentun og mennt. Gafst þú oss gjöfull ginnhelga minning. Fær hana’ ei fárið fennt eða brennt. ?ram í iðngrein hans, þvi að jafnan, ef velja þurfti form og vanda venju fremur frágang þess er prentað var, vann hann að því öllu sjálfur og þótti vel takast. Og aldrei vildi hann láta gallaða vinnu frá sér fara. Þótt gallarnir sýndust smávægilegir og kaup- andinn teldi þá litlu eða engu skipta, Ié+ hann ætíð vinna verkið upp aftur. Þannig var samvizkusemi hans í einu og öllu. Sumarið 1939 kvæntist Helgi Friðriku Jónsdóttur frá Fornastöðum í Fnjóskadal, sem lengi hafði verið ráðskona hjá honum, góðri og umhyggjusamri konu, er annað;st hann af sérstakri nákvæmni og alúð í sjúk- leika hans siðustu æfiárin, en hann hafði fengið snert af heilablóðfalli fyrir tveim árum og lézt hann úr því. Þ. Tungunnar kynngi töfraði jöfra áður, svo þáðu óð fyrir blóð. — Sendir þú löndum sögur og bögur, lífgjafann ljúfa ljóðelskri þjóð. Fræðanna faðir, fagna þér bragnar, ljós þitt mun lýsa, — Ijómandi blóm. Öldin þér geldur, óskmögur Sögu, heiður og hróður hljómandi róm. Þ. H. stóðu á stangli um Oddeyrina og ])angað til þar var risið upp stórt og þéttbýlt bæjar- hverfi. Helgi var ágætur heimilisfaðir og húsbóndi, — lét sér annt um hag og heill þeirra, er unnu og dvöldu hjá honum. Hann var mikill áhlaupamaður við vinnu og hand- laginn og höndugur i bezta lagi. Helgi var i eðli sinu listrænn og hinn mesti smekkmaður. Kom smekkvísi hans oft Ef þú veizt það ekki Óhreinn „Sats“ Ymislegt er það, sem veldur okkur prent- urum erfiðleikum við störfin, sem vinir okk- ar setjararnir eiga sök á. Vil eg ekki telja það upp hér, enda geri eg ráð fyrir að þeir hafi einnig margt við okkur að athuga. En það, sem er einna erfiðast viðfangs, — og sem þeir eiga sök á, — er óhreinn „Sats“. — Mér þætti ekkert undarlegt, þótt þeir hefðu slæman hiksta öðru hvoru.þvi svo bölv- um við þeim, blessuðum, þegar við höm- umst, upp á líf og blóð, með sveittann skall- ann, við að bursta og nudda upp úr „sats- inum“ margra vikna eða mánaða gamla grjót- harða, óhreina svertu. Og til þess að hreinsa þennan gamla óþverra, verðum við að nota ýms meðöl, svo sem benzin (sem er bann- fært). acetoni (sem er of dýrt), ali, nálar, títuprjóna o. fl. Og æði oft stoðar ekkert af þessu til fulls. Og þegar um myndamót er að ræða. þá kárnar nú gamanið. Þvi að það er mjög erfitt að ná hörðum óhrein- indum úr hinum mismunandi netum mynda- mótanna. Prentarinn 25

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.