Prentarinn - 01.12.1944, Side 16
Það, sem hér er að gerast er það, að setj-
arinn eða þeir, sem annast umbrot og leið-
réttingar prófarka, þrykkja sömu síðuna af
hvað eftir annað, eða svo oft er þurfa þyk-
ir, vegna leiðréttinga, án þess nokkru sinni
að þvo svertuna af siðunum; með öðrum
orðum bera skít ofan í skít, þvi að svertu-
platan og valsins eru ekki alltaf i sóman-
um hvað hreinindi áhrærir. Svo er hlaðið
á botna úr ýmsum pappírstegundum, loðn-
um og gljáðum, og öllum þar á milli. Standa
svo þessir hlaðar, með 8—16 siðum í hverj-
um, vikum eða jafnvel mánuðum saman, áð-
ur en prentarinn fær „satsinn" til hrein-
prentunar.
Eg vil nú spyrja: Hvers vegna er farið
svona að? Er hér um að ræða venjulegan
slóðaskap, eða halda menn að sparnaður
tíma og efnis sé þessum vinnubrögðum sam-
fara? Ef svo er, þá er það hinn mesti mis-
skilningur. Við prentarar verðum þvert á
móti að eyða löngum og dýrmætum tíma og
miklu af dýru efni, til þess að hreinsa þenna
ósóma, og tekst það oft ekki til fulls, eins og
áður gelur. Sérstaklega er vont að hreinsa
myndamótin.
Ég vil geta þess hér, að til er áhald, sem
sérstaklega er notað til þess að ná gömlum
og hörðum óhreinindum úr myndamótum,
er það glerbursti, samsettur úr afar fínum
glerhárum, en því miður eru það ekki marg-
ir prentarar hér sem hafa tök á þessu góða
og nauðsynlega tæki. Sem dæmi um van-
þekkingu manna hér, um þetta umrædda
áhald, segi ég frá eftirfarandi atviki:
Við próf prenlsveina fyrir nokkuru liafði
prófsveinn i einni prentsmiðju hér tök á að
nota þetta áhald til að hreinsa óhreinindi úr
gömlu myndamóti., sem honum var ætlað að
prenta, en er prófdómarinn, sem aldrei hafði
séð tækið og þekkti þvi ekki kosti þess, sér
hvað pilturinn hefst að, hneykslaðist hann
mjög á þessu tiltæki hans, og hafði orð á þvi,
hvort hann ætlaði að eyðileggja myndamót-
ið, og réð honum til að nota lieldur venju-
legt strokleður. Ég hef ahlrei séð né heyrt
þess getið að strokleður væri notað í þessu
tilfelli, enda gæti ég hugsað að það væri
bara að bæta gráu ofan á svart. Þetta var
nú útúrdúr, eins og Hallbjörn mundi hafa
sagt.
Það sem ég á við með þessu greinarkorni
er það, að við hverfum frá gömlum og úr-
eltum venjum en tökum upp nýja og hag-
kvæma siði og vinnuaðferðir. Við megum
ekki láta það ásannast, að okkur fari aftur
en ekki fram. Menn hafa talað um afturför
í iðninni, sérstaklega í bókagerðinni, það er
í flestum tilfellum rangt, en þó eru, því
miður, dæmi þess að betur liefði mátt gera.
Svo ég vitni aftur í Iiallbjörn, hann sagði:
„Við erum listamenn. listin er okkar, hvert
strik á sínum stað, hvorki ofar né neðar, utar
né innar, allt lireint og fágað.“ — Já, svo
á það að vera.
En til þess að allt geti verið hreint og
fágað má ekki láta satsinn standa óþveginn
svo vikum og mánuðum skiptir. Þetta er
mjög auðvelt, ekki sízt þar sem allt letur
er nú nýtt, jafnt fyrirsagnir sem meginmál.
Það sem gera þarf er því þetta: Þið sem
brjótið um og þrykkið af prófarkir, eigið að
hafa við hendina léreftstusku og brúsa eða
glas með benzíni, (má líka vera steinolía, tel
jafnvel að hún sé betri, því hún þornar ekki
eins fljótt), og í stað þess að láta sívalning-
inginn renna tvisvar, þrisvar eða oftar yfir,
til þess að þurrka upp, þá strjúkið hinni olíu-
vættu tusku yfir siðurnar. það tekur ekki
lengri tíma, en hefur hin tilætluðu áhrif, að
hreinsa svertuna af. Ef þetta er gert i hvert
sinn sem þrykkt er af, er engin hætta á að
svertan þorni með þeim afleiðingum sem ég
lýsti hér að framan. Ég hef minnst á þetta
við einstaka menn en þeir hafa sagt að þetta
væri bölvað pjatt og vitleysa og enginn tími
lil þess að dunda við slíkt og þvílikt. En
eins og ég sagði hér áður, er þetta hinn
mesti misskilningur, þetta þarf ekkert að
tefja umbrot en léttir aftur á móti og flýtir
mjög fyrir prenturunum, og hjálpar þar að
auki báðum aðilum til þess að allt geti ver-
ið fágað og hreint.
Góðir samverkamenn, setjarar og prentar-
ar, tökum höndum saman, og vinnum af al-
hug að list okkar engu síður en félagsmál-
um. Við megum ekki láta það viðgangast, að
þekkingarsnauðir menn segi okkur fyrir
verkum. Listin er okkar, vinnum henni tru-
lega.
Vilh. Stefánsson.
26 Prentauinn