Prentarinn - 01.12.1944, Page 17
Þar sem konurnar
ráða ríkjum
Vikan grá er gengin hjá,
gleymd sem þánuð mjöllin.
Öll min þrá er austur frá
upp við bláu fjöllin.
S. Ö.
1 tungumyndaðri brekku, skógi vaxinni,
standa fjórtán hvítmáluð smáhýsi í skipuleg-
um röðum, með jöfnu millibili. Tign öræf-
anna að baki en blómleg sveit framundan
Náttúran er gjöful þegar hún vill það við
hafa og þessi litla gróðurtunga hefur ekki
farið varhluta af fjölbreytninni. Hér hefur
ekkert verið skorið við nögl. Tær bergvatns-
lind hjalar við húsdyrnar og bíður þess a'
vera leidd inn í eldhúsin; bregður sér síðar
niður í djúpan hvamm, breiðir þar úr sér og
myndar fyrirmyndar ,,þvottahús“, yfirbygg
með laufþaki. Sléttir lækjarbakkarnir er
hólfaðir sundur i smárjóður, með þéttum
birkibeltum, sem eru til margra hluta nyt-
samleg: Tilvalin tjaldstæði, sólskýli eða jafr
vel danspallar. Eilíft logn, fuglasöngur i lof'
blómailmur. Og lækurinn tifar áfram — niður
á við — og tekur sér nýjan svip svo að segja
við hvert fótmál. En skyndilega er sjálfstæði
hans lokið. Áin, sem myndar vesturtakmörk
skógartungunnar, er voldugur nágranni o
situr um að gleypa smálæki, sem á vegi henn-
ar verða. En i fjörbrotunum er meistara-
verkið kórónað. Um leið og lækurinn sam-
einast ánni, breiða lækjarbakkarnir skyndi-
lega úr sér og mynda rennisléttar grundir,
en áin hleður utan að þeim sandeyrum og
malarbingjum, svo að úr verður fyrsta flokks
barnaleikvöllur.
Þetta er sumarbústaðahverfi prentara i
Miðdal i Laugardal.
í þessum fagra lundi býr álitlegur hópur
prentara yfir sumarið, eða réttara sagt: kon-
ur þeirra og börn. Sjálfir verða þeir að láta
sér nægja að bregða sér hingað um helgar.
Konurnar ráða hér ríkjum 6 daga vikunn-
ar. f sex daga samfleitt fá þær ótruflaðar
að beita stjórnkænsku sinni og hyggjuviti.
*
Það væri freistandi að reyna að fylgjast
með hinni daglegu viðburðarás i slíku fyrir-
myndar dvergríki. En hér er ekki hægt um
vik. Skógurinn umlykur bústaðina á alla
vegu og samgöngur milli þeirra fara fram
eftir földum skógargötum. Autt svæði er að-
eins á einum stað, neðanvert við hverfið,
en það er aðallega notað sem bifreiðastæði
og þar sést ekki til mannaferða nema þeg-
ar áætlunarbílsins eða annarra gesta er von.
— En við getum hlustað. Við getum valið
okkur ofurlitla birkilaut, á sólbjörtum júlí-
morgni, um ]>að bil sem þorpið er að vakna
til hins daglega starfs — og hlustað skóginn.
Ys dagsins er með öðrum hætti hér en i
höfuðborginni. Engin bifreiðaumferð eða
stígvélaspark, en það skrjáfar í laufi er ein
og ein kona gengur um til gresjunar, eða
bara til að tína sp^ek til uppkveikju. Ekk-
ert moldryk og enginn kolareykur, tært loft,
angandi gróðurmold, árniður. Enginn flug-
véladynur i lofti, en hrossagaukurinn tekur
dýfur við og við og liinn glaðlyndi skógar-
þröstur b,-egður sér milli húsanna og syng-
ur við hvern glugga. Nú dvelst honum fyrir
utan nr. C. Til frekari skýringar skal þess
getið. að þó húsin séu öll tölusett, þá hafa
þau einnig flest hloHð sérstök heiti, sem
góðir og gildir sveitabæir. Hér er Byggðar-
endi og Jaðar, Skeljabrekka, Kjarrbrekka,
Fagrabrekka og Flísastaðir. —
Allt i einu er kyrrðin rofin af hvellum
barnaröddum og glamur i mjólkurbrúsum
gefur bendingu um, livað er á seiði. Það
er e>tt af skyldustörfum barnanna að ann-
ast hina daglegu mjólkurflutninga frá Mið-
dalsbúinu, enda er það mest í þeirra eigin
þágu. Og svo stundvís eru þau, að það er
engu líkara en herútboð eigi sér stað. Sam-
tímis streyma þau út úr öllum hliðargöt-
um og sameinast síðan í eina lest, sem svo
liðast eftir hlykkjóttum götuslóðum — yfir
ár og læki — heim að Miðdalsbænum —
um það bil 15 minútna gangur. Undir slík-
um kringumstæðum vill verða þröng í „mjólk-
Prentarinn 27