Prentarinn - 01.12.1944, Side 20
frá árinu 1883, undir nafni Einars Þórðarsonar prentara, sem verzlaði með ætt og óætt, nýtt og gamait
og auglýsti allt í einni bendu
Kunmigt gjörist: til kaups fæst hér
kvöldvökur, fíalslevs tossakver,
Hersleb og liákarl stækur;
galdrakver fást hér, Grallarar,
Grasakverið hans Bíusar,
súrt smjör og sálmabækur.
Kijrrassabók og kaffirót,
kofnafiður og nýja Snót,
jafnvel Jóhönnuraunir.
Hugvekjusálmar, hangiket,
húspostillur ég skaffað get,
bræðing og enskar baunir.
Skónálar, Bröndums brennivin,
barnagull ng og Vídalín,
Pislarþankar og púður.
Kongsplástur, fírama, romm og rjól,
rokkar, náttpottar, smiðatól,
guðspjöli og gluggariiður.
Á gleraugum brotnum gef ég krit,
Grammatik eftir Halldór s...,
hjólbörur hef ég stundum,
hrátjöru, pappír, hellu i þak,
Ilugvekjur biskups, sniistóbak
og gamalt guðsorð i pundum.
Hirðir og fleiri Halldórs verk,
IJreinlætispésann. reipi sterk,
sjómönnum sel ég mötu.
Ágsborgarjóitning, einirber,
Úlfarsrímur og Porlákskver,
Sigurljóð, salta skötu.
Sniðggltan Mgnstir, magála,
messuvin, herta þorskhausa,
oliu og margt hvað meira.
fíenediktssálmar, kæfa i kiit,
kristileg smárit gengin út
og svo er um sitthvað fleira.
J ó n Ó l a f s s o n.
gengið niður á „danspall" með þanda har-
monikuna i fararbroddi.
*
En meðan dansinn er stiginn undir trjá-
krónunum og lognværðin grúfir yfir um-
hverfinu, kemur ein og ein bifreið akandi
upp þjóðveginn, fikra sig fleslar meðfram
ánni, upp á móts við bústaðahverfið og stað-
næmast þar. Farþegarnir koma út, horfa yfi
um góða stund, — líkt og Móses forðum inn
í fyrirheitna landið — og aka svo hurt sömu
leið. Þeir framsæknustu keyra alla leið heim
á torg, óska eftir tjaldstæði, er vísað á fagr-
an blett í hæfilegri fjarlægð — og skógurinn
gleypir þá jafnharðan. Og loksins kemur
áætlunarhíllinn með seinni „sendinguna“.
Eru ]iá allir mættir, og dansinum er hætt til
þess að fagna hinum nýkomnu ferðamönn-
um. Nokkra stund er torgið þéttskipað fólki,
svo dreifist það í smáhópa og hóparnir hverfa
smátt og smátt. Sumir fara beint í rúmið,
aðrir fara heim með kunningjunum og sitja
þar yf'r kaffibolla enn um stund. — Og nótt-
in færist yfir. Hin islenzka hásumarnótt, stór-
brotin og mild i senn. Stórbrotin fyrir þann
sem um miðnæturskeið sækir á brattann og
stefnir til fjalls, með fossnið á báðar hendur
og norðurloftið sveipað léttum skýjatrefjum,
gulli roðnum af hnígandi sól. Mild fyrir þann,
sem lagstur er til hvildar, hlustar á fugla-
kliðinn gegnum opinn gluggann og teygar
ilm gróðursins, kryddaðan dögginni.
á-ge.
30 Prijntarinn