Prentarinn - 01.05.1968, Blaðsíða 24

Prentarinn - 01.05.1968, Blaðsíða 24
Hin öra tækniþróun áliriff hiennar Kajlar úr jyrirlestri, sern Eric Charnbers jlutti á tœkniráðstejnu ÍGF, í London í septernber 1967 IRM Composer. 70 Þær víðlæku og gagngeru breytingar í prentiðnað- inum sem hófust fyrir um það bil áratug halda áfram. 1964 höfðu meira en 100 tölvukerfi verið tekin í notkun til letursetningar og um fimmtungur allrar setningar í Bandaríkjunum fór fram með ljósmyndun- araðferðum, en 1000 vikublöð og 120 dagblöð voru offset-prentuð. Stofnun sú í Bandaríkjunum, sem vinn- ur að því að auka notkun hinnar nýju tækni í prent- iðnaðinum, Rocappi Inc., hafði þá lýst því markmiði sínu að útrýma öllu handverki í sambandi við setn- ingu. Það kom snemma í ljós að ráðið til að auka setningarafköstin var að taka upp ljósmyndun- araðferðir í stað þess að steypa sátrið. Rannsóknir á þessu sviði leiddu til þess að fundið var upp Ijós- myndunarkerfi til setningar, sem gerði kleift að setja 30.000 stafi eða fleiri á mínútu og annað sem sam- einaði ljóssetningu og tölvunotkun og gat framleitt 22 dagblaðslínur á mínútu. Könnun sem nýlega var gerð sýndi að þá voru í notkun í 18 löndum 374 setningarvélar með tölvu- búnaði. Tveimur árum áður voru þær aðeins 70. Nú sem stendur eru langflestar þessara véla í blaða- prentsmiðjum, eða um 63%. Af þeim vélum sem sér- staklega hafa verið smíðaðar í þessu skyni hafa Mergenthaler Linasec og Justape selzt bezt, en I.B.M. stendur öllum öðrum framar í smiði á tölvum til al- mennra nota. Fyrstu tölvurnar sem notaðar voru við letursetningu voru sérstaklega smíðaðar í því skyni, en undanfarið hefur farið vaxandi að nota við setn- ingu tölvur, sem ekki eru eingöngu ætlaðar til þeirra starfa. Megnið af setningu með tölvum fer fram í Bandaríkjunum og Kanada, en næst í röðinni koma I’retland, Sviss, Þýzkaland, Holland, Svíþjóð og Ástralía. Ljóssetning Síðan Intertype Fotosetter kom á markaðinn 1947 hefur þróunin í ljóssetningu orðið frá einni einstakri vél, sem einn maður vann við, yfir í kerfi rafeinda- véla, sem ganga fyrir gataræmum. Þess má t. d. geta að ljóssetningarkerfi eins og það sem nefnist 713 Textmaster, setur 35 30-stafa iínur á mínútu eftir forsögn 6—8 rása ræmna, og annað sem kall- ast Zip afkastar 750 stöfum og merkjum á sek- úndu í þremur leturgerðum. RCA Videcomp setur upp heila dagblaðssíðu á tveimur mínútum með sjón- varps- og tölvutækni og notar til þess fjóra leturfonta sem tölvuminnið geymir. Afköst ljóssetningarvélarinnar þegar fullgengið er frá ræmunni eru næsta ótrúleg. T. d. getur Photo- Text Setter 8000 frá Fairchild sett 80 línur á mín- útu í 15, 30 eða 40 síseró breiddum og Comp/Set 230 C tölvan, frá sama fyrirtæki, framleiðir línubils- skipt og jafnað sátur sem svarar 24.000 dagblaðslínum á khikkustund. PRENTAHINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.