Prentarinn - 01.01.1973, Síða 4

Prentarinn - 01.01.1973, Síða 4
Hilmar Karlsson, 2. meðstjórnandi Gylfi Sigurðsson, 3. meðstjórnandi. T rúnaðarmannaráð: Arni Guðlaugsson, Ellert Ág. Magnús- son, Helgi Hóseasson, Ingimundur B. Jónsson, Jón B. Magnússon, Jón Már Þorvaldsson, Ólafur Emilsson, Óskar Guðnason, Stefán Ögmundsson, Jón Kr. Ágústsson og Torfi Ólafsson. Varamenn i trúnaðarmannaráð: Lúther Jónsson, Ingvar Hjálmarsson, Örn Einarsson, Þorsteinn Marelsson og Steinjrór Árnason. Að stjórnarskiptum loknum fóru fram kosningar í nefndir og embætti, og hlutu þessir kosningu: Endurskoð- endur: Birgir Sigurðsson og Óskar Sveinsson. Til vara: Ingimar Jónsson og Hermann Aðalsteinsson. Ritstjórn Prentarans: Guðjón Sveinbjörnsson og Haukur Már Haraldsson. Bókasafns- nefnd: Jón Kr. Ágústsson og Ólafur Björnsson. Laganefnd: Jón Kr. Agústs- son, Stefán Ögmundsson og Ellert Ág. Magnússon. Skemmtinefnd: Ómar Franklínsson, Þorsteinn Veturliðason, Hafliði Benediktsson, Þorsteinn Gunn- arsson og Guðmundur Aldan Grétars- son. Fasteignanefnd: Sæmundur Árna- son. Fulltrúi HÍP í Miðdalsfélaginu: Pjetur Stefánsson. Ekki var neinn garð- stjóri kosinn, en samþykkt að Dói héldi embættinu. Að kosningum loknum voru teknar fyrir lagabreytingar, en um þær og störf laganefndar urðu miklar umræð- ur. Meginbreytingin sem gerð var á lögunum er sú að sjóðum félagsins er fækkað úr sex í tvo: Styrktar- og trygg- ingasjóður yfirtekur eignir allra sjóða félagsins, og hefur hann sömu skyldur við félagsmenn og hinir sjóðirnir höfðu áður. Félagssjóður hefur með daglegan rekstur félagsins að gera auk gjalda til félaga sem HÍP er aðili að. Einnig grciðast laun starfsmanna úr honum. Skipting iðgjalda til sjóðanna var ákveðin: Félagssjóður fái 60% og styrktar- og tryggingasjóður 40%. Undir liðnum önnur mál var m. a. samþykktur lóðasamningur vegna sum- arbústaðalóða í Miðdal. Fjörugar um- ræður urðu um samninginn, auk þess sem á honum voru gerðar nokkrar breytingar. Þór Þorvaldsson ávarpaði fundinn og gerði að umræðuefni veikindadaga- ákvæðin, og taldi hann að landslög væru hagstæðari livað þctta varðar en ákvæði okkar samninga. Eftir að Þór hafði lokið máli sínu tóku til máls auk formanns þeir menn sem stóðu að þessu samningsákvæði á sínum tíma. Þá tók Hörður Svanbergsson til máls, og ræddi hann almennt um félagsmál- in, kom hann m. a. inná Jrað að nauð- synlegt væri að auka tengslin á milli félagsmanna innbyrðis, og benti hann á útgáfu fréttabréfs i því sambandi. Að lokum var samþykkt tillaga frá Stefáni Ögmundssyni og Pjetri Stefáns- syni þess eðlis að stjórnin kannaði hvort ekki væri mögulegt að ráða starfsmann austur í Miðdal yfir sum- armánuðina. Þá sleit formaður fundi og þakkaði mönnum fundarsetuna. Skyndilónin Samningar tókust við Alþýðubank- ann um að hann yfirtaki skyndilána- fyrirgreiðsluna. Lánin verða í formi sjálfskuldarábyrgðarbréfa til eins árs og nema allt að 36 þúsundum. Skuldir í apríl voru send út hótunarbréf um lokun til þeirra prentsmiðja sem skuld- uðu mest jrá, en það voru: Hólar, Blaðaprent, Þjóðviljinn, ísafold og Al- þýðublaðið. Árangur þessara bréfa var sæmilegur, allar þessar prentsmiðjur hafa borgað eða samið um borgun á skuldum sínum. Útistandandi skuld- ir eru Jrví með minnsta móti nú. Innganga Átta menn hafa gengið í félagið frá síðasta aðalfundi, og tveir hafa sagt sig úr |)vt. 1. maí Að venju tók félagið þátt í kröfu- göngu verkalýðshreyfingarinnar, en hún var að þessu sinni helguð Jrví að 50 ár voru liðin frá þvf að fyrst var gengin kröfuganga á íslandi. Eddu- konur buðu að venju uppá kaffi og veitingar þennan dag við vægu verði. Prentaratal Unnið hefur verið að útgáfu prent- aratalsins af fullum krafti. Enn er ekki vitað nákvæmlega hvenær j)að kemur út. Miðdalur Guðjón Gíslason vann austur f Mið- dal í júní s.l. við lagningu vatns- leiðslu, orlofsheimilið og fleira. Það er álit stjórnarinnar að full þörf sé á að hafa starfsmann f Miðdalnum, og verður reynt að fá mann f starfið. Hraðað hefur verið eftir föngum framkvæmdum og skipulagningu á nýja sumarbústaðahverfinu, og standa vonir til að hægt verði að úthluta lóðum seinni hluta sumars. Lög HÍP Búið er að setja lög og reglugerðir félagsins í setningu og verður væntan- lega hægt að dreifa þeim til félags- manna f haust. Nómskeið Stjórninni barst bréf frá 56 félags- mönnum og var farið fram á að hún gerði athugun á því hvort ekki væri mögulegt að koma á námskeiði f upp- setningu (layout). í þessu sambandi má geta þess að mögulegt er að fá mann frá Bandaríkjunum fyrir milli- göngu upplýsingaþjónustu þess sama lands. Árni Ingvarsson og Rafn Árna- son fóru upphaflega framá það við stofnunina að hún hlutaðist til um þetta. Nú er ákveðið að maðurinn komi hingað í byrjun febrúar. Nánar verður sagt frá námskeiðinu í næsta blaði. Boð Dansk Typograf Forbund sendi boð um að félagið sendi mann á aðalfund sinn 2. til 6. septembcr n. k. Ákveðið var að taka boðinu og fór formaður- inn í ferðina. Orlofsheimilin Orlofsheimilin hafa að venju verið rekin í sumar, og er allgóð nýting á þeim. Nýir svefnsófar voru keyptir í heimilin í vor. 4 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.